Iðnneminn


Iðnneminn - 01.05.1996, Blaðsíða 42

Iðnneminn - 01.05.1996, Blaðsíða 42
Dagana 26. febrúar til 3. mars 1996 var haldin ráðstefna í Strasbourg á vegum O- BESSU (Organ- izing Bureu of European School Students Union) sem eru fl ráðstefnunni voru 29 fulltrúar frá 11 löndum. Þau lönd sem sendu fulltrúa voru: Dan- mörk, Eistland, Finnland, Frakk- land, Holland, Island, Fux- emburg, Noregur, Spánn, Sviss og Ungverjaland. Frá Islandi voru fjórir fulltrúar, tveir frá INSÍ, þeir Borgþór Hjörvarsson og Þröstur Þór Olafsson og frá BÍSN þeir Stefán J. Arngrímsson og Þórður Kristleifsson. laustengd sam- tök framhalds- skólanema í Evrópu. Yfir- skrift ráðstefn- unnar var „O- BESSU seminar on school gui- dance system“ („OBESSU ráð- stefna um skipulag náms- ráðgjafar“). Ferðalagið gekk þannig fyrir sig að við flugum til og frá Fux- emburg og fórum svo milli Lux- emburg og Strasbourg með járn- brautarlest. Ráðstefnan var haldin í Youth Center í Strasbourg og í húsa- kynnum Evrópuráðsins (- Council of Europe). Aðalerindi ráðstefnunnar flutti Dr. Lucia Berta frá Ítalíu. Einn daginn var þátttakend- •um boðið að sjá húsakynni Council of Europe. Allir þátttak- endur fengu sérstök vegabréf og gátu farið að vild um bygging- arnar. Var þar margt merkilegt að sjá og fróðlegt að hlusta á leiðsögumann okkar. Eftir skoð- unarferðina var okkur boðið á á- gætan fund með yfirmönnum menntamála í stofnuninni. Síðan var borgin skoðuð. Strasbourg er gömul, stórmerki- leg menningarborg. Þar er mjög mikið af gömlum og nýjum byggingum, kirkjubyggingarnar vöktu sérstaka aðdáun okkar. Stundum voru sérstakar kynningardagskrár á kvöldin, t.d var okkur eitt kvöldið boðið Obpssuráéitefna í StratbouT?.ru. Borgþór Hjörvarsson til alþjóðlegra samtaka kaþ- ólskra söfnuða og annað kvöld var menningarkvöld á vegum OBESSU. Einn daginn fengum við nokkra klukkutíma eftir há- degi til að versla fyrir okkur. Ráðstefnudagana var vinnu- dagurinn langur, fundir byrjuðu klukkan 9 á morgnana og stóðu oftast til klukkan 21. Við fengum tveggja tíma hádegishlé. Þá not- uðu margir tímann vel, flýttu sér að snæða og fengu leigð reiðhjól í Youth Cent- er og reyndu þannig á eigin vegum að skoða borgina og kynnast henni eftir bestu getu. Á kvöldin fóru sumir stundum á kaffi- hús eða skemmti- staði, ef þeir voru þannig stemmdir. Áður en við fórum til Strasbo- urg reyndum við að undirbúa okkur eftir bestu getu. Við feng- um þá spurningalista frá stjórn ráðstefnunnar og svöruðum þeim. Aðallega var spurt um námsráðgjöf í íslenskum skól- um. Á ráðstefnunnni kom í ljós að ástandið í íslenskum skólum, hvað varðar námsráðgjöf, er ekki svo slæmt borið saman við ástandið í þessum málum, hjá öðrum þátttökuríkjum ráðstefn- unnar. Verst þótti okkur að þurfa að segja frá hve fáir náms- ráðgjafar starfa við grunnskól- ana í Reykjavík. Norðmenn virtust mjög á- nægðir með ástand þessara mála í Noregi, fulltrúar flestra annarra ríkja töldu ástandið við- unandi hjá sér, þó margt mætti bæta. Það er greinilegt að Eist- land og Ungverjaland eru verst á vegi stödd hvað varðar náms- ráðgjöf og námsaðstoð. Álit þátttakenda á ráðstefn- unni er að það sé nauðsynlegt að setja á fót eins konar miðstöð námsráðgjafar í skólum og að það þurfi að virkja marga aðila til samstarfs, til dæmis sem flesta aðila vinnumark- aðsins, sveit- arfélög, há- skóla og aðra þá er málið varðar og aðstoð geta veitt í þessu mikilvæga máli. íslensku þátttakendurnir á ráðstefnunni telja mikilvægt að hafa samstarf við nemendasam- tök í öðrum löndum, það er góð leið til að fylgjast með hvað er að gerast í menntunarmálum og fé- lagsmálum iðnnema og til að kynna sjónarmið og skoðanir ís- lenskra iðnnema. Við sem fórum á þessa ráð- stefnu erum þakklátir fyrir það tækifæri sem við fengum til að kynnast og sjá með eigin augum gott dæmi um slíkt samstarf. 42 IÐNNEMINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Iðnneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðnneminn
https://timarit.is/publication/361

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.