Iðnneminn


Iðnneminn - 01.05.1996, Síða 14

Iðnneminn - 01.05.1996, Síða 14
Fr.h. afbls.ll. t.d. hinu „krydduðu Sancerre og Pouilly Fumé". Rauðvín Burgundy eru djúprauð og bragðmikil t.d. hið þunga „Chambert- in" í norðri og hið „ávaxtafyllta Beaujolaise" suðursins. Si Isace og Lorraine: Opna eggjabakan (Quiche Lorraine) sem þekkt er sem eitt af sérkennum Lorraine og Alsace hefur sorglega oft verið blandað saman við aðrar opnar eggjabökur. En í þessari eiginlegu Quiche Lorraine er uppistaðan bakað- ur botn, egg, flesk, og rjómi. Orðið Quiche er komið úr þýsku og þýðir kaka. Mikið er um pylsur og bjúgu ýmiskonar lagað úr svínakjöti en það er mikið um svínarækt í héruðunum. Alsace liggur að landamærum Þýskalands og gætir mikilla áhrifa frá þýska eldhúsinu. T.d. nefnist franska útgáfan af hinu þýska súrkáli, „- Choucroúte" og er það borðað með pylsum eða eitt sér. Súrkálið er einnig borðað með gæs, en gæsalifur (Foie gras) er einnig þekkt og kemur hún frá „Périgord" Ómissandi þykir að hafa jarðsveppi (truffels) í Foie gras en þeir eru grafnir upp villtir í skógum hér- aðsins. Alsace er einnig þekkt fyrir á- vaxtabökur og súkkulaðikökur (Gá- teaux). Það er einn ostur þekktur úr héraðinu en hann heitir Munster. I Alsace eru framleidd góð vín eins og Riesling, Gewurztraminers, og Tokay d'Alsace sem sumir segja að sé fullkomið með Foie gras. op ays Ðasque og Suður Frakk- iand: Pays Basque í suður-Frakklandi liggur á milli Pyrenea fjalla og Biscayflóa. Það eru ekki margir réttir sem hægt er að eigna héraðinu en þá rétti sem það er hægt að gera við eru bæði kraft- og bragðmiklir. Einn dæmigerður réttur frá Basque, er Bayonne skinkan en hún er þurrkrydduð, etinn hrá eða jafnvel gefin sem meðlæti með fiski eða öðru. Annar réttur sem er þekktur, er „Pipérade" sem er bland af skinku, hvítlauk, tómötum, papriku og eggja- hræru með rjóma. Lengra í norður er borgin Agen en hún er þekkt sem sveskjuborg Frakk- lands og hægt að finna sveskjur í rétt- um eins og „Oie farcie aux pruneaux" éu (Gæs fyllt með sveskjum) og „Turban d'Agen" (Hrísgrjónahringur með sveskjum soðnum í rauðvíni) Aðrir ávextir eins og kirsuber og Charentais melónur eru ræktaðir suð- vestantil í héraðinu. Lengst í norður er Périgord en þaðan kemur gæsalifrin ( Foie gras) frá hinum „nauðöldu" gæs- um og Jarðsveppir sem vaxa í jörðu við rætur eikartrjáa. A svæðinu umhverfis Bordeaux eru heimsins stærstu eðal- vínekrur sem gefa af sér frábær rauð- og hvítvín sem margverðlaunuð eru um allan heim. Cognac, Armagnac og Marc koma einnig frá héraðinu. anguedoc og mið-frakkland: Héruðin Provence og Languedoc deila með sér mörgum hráefnum eins og t.d. hvítlaukinn og ansjósurnar. Langu- edoc liggur að miðjarðarhafi og einnig að landamærum Spánar. Eldhús Languedoc hefur orðið fyrir áhrifum frá Spáni eins og margir réttir bera með sér. T.d. má nefna „Partridge á la Catalane" (Rjúpur að hætti Kata- lóniu), en sá réttur sem er einna þekkt- astur er „Cassoulet" sem má segja að sé matur eldaður í skaftpottum (bain marie) eða einskonar pottréttir. Þeir staðir sem eru einna þekktastir eru fyr- ir Cassoulet eru „Toulouse, Castelnaudary og Carcassonne". Mjög gott freyðivín/'Blanquet de Limoux" kemur frá hæðunum suður af Carcassonne. Við landamæri Spánar (- Banyuls) kemur drykkur sem svipar til sæts portvíns og kalla frakkar hann „vin doux naturel". Heimildir: French Regional Cooking-Beril Childs og Sne Alexander Larousse Gastronomique-Paul Hamlin Matreiðslubók lðunnar-Anne Willan Great Dishes of the World-Robert Carrier Mitchel 's Beazley 's Connoisseur 's Guide and Cookbook-Mitchell Beazley Matarást Líkami þinn fagurlega formaður krýndur gylltu hári ylmandi sem ferskar kryddjurtir Brjóst þín kirsuberjafylltar melónur með Grand Marnier Tunga þín Læ virkj atúnga í madeira-hlaupi Koss þinn dýrindis desert sætur og svalandi í æðum þínum streyma eðalvín um fögur héruð sólríka dali Á pönnu þinni liggur hjarta mitt fallega sneitt í hæfilega bita Eldsteikt ! með döðlum og rósmarín Verði þér að góðu ástin mín. Höf. Siggi Dags

x

Iðnneminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðnneminn
https://timarit.is/publication/361

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.