Iðnneminn


Iðnneminn - 01.05.1996, Blaðsíða 26

Iðnneminn - 01.05.1996, Blaðsíða 26
lltaf alltaf ber nokkuð á því í starfi skrifstofu Iðnnemasambandsins, að iðn- nemar virðast ekki þekkja réttindi sín og skyldur nógu vel. Oft hefur þetta orðið til þess að nemar eru alvarlega hlunn- farnir. Iðnnemar verða að fylgjast betur með, standa vörð um réttindi sín, kaup og kjör. Eitt af þessum réttindamálum eru orlofsmál iðnnema og hér á eftir fara nokkrar staðreyndir. Hverjir eiga rétt á orlofi? Allir þeir sem starfa í þjónustu annarra gegn launum, hvort sem þau eru greidd í peningum eða öðrum verðmætum, eiga rétt á orlofi og orlofslaunum. Rétt á hve löngu orlofi? Orlof skal vera tveir dagar fyrir hvem unninn mánuð á síðasta orlofsári. Or- lofsár er frá 1. maí til 30. apríl. Hálfur mánuður eða meira telst sem heill mán- uður en skemmri tími telst ekki með. Það telst vinnutími þótt viðkomandi sé frá vinnu vegna veikinda eða slysa með- an hann fær greidd kaup eða er í orlofi. Sunnudagar og aðrir helgidagar teljast ekki orlofsdagar né heldur fyrstu fimm laugardagar í orlofi. Orlof skal veita í einu lagi frá 2. maí til 15. september. Það em þessi atriði sem ráða því hvað launa- maður á rétt á miklum launum í orlofi. Samkvæmt landslögum eiga síðan allir rétt á 24 daga orlofi og skiptir þá engu máli hvort viðkomandi á rétt á launum allan þann tíma. Orlof utan launatímabils Launamaður, sem að ósk atvinnurek- anda tekur orlof utan orlofstímabilsins, skal fá þann tíma 25% lengri en annars væri. Orlofi skal þó alltaf lokið fyrir lok orlofsársins. Framsal orlofslauna og flutningur þeirra á milh orlofsára er ó- heimill. Samráð um orlof Atvinnurekandi ákveður í samráði við launamann hvenær orlof skuli veitt. Hann skal .verða við óskum launa- manna að svo miklu leyti sem unnt er vegna starfseminnar. Atvinnurekandi skal tilkynna svo fljótt sem unnt er og í síðasta lagi mánuði fyrir byrjun orlofs hvenær orlof skuli hefjast, nema sér- stakar ástæður hamli. Orlofi frestað vegna veikinda Orlofrmál Geti starfsmaður ekki farið í orlof á þeim tíma sem atvinnurekandi ákveður skal hann sanna forföll sín með læknis- vottorði. Þá getur starfsmaður krafist orlofs eftir 15. september en þó ekki síð- ar en svo að orlofi hans sé lokið fyrir 31. maí næstan á eftir. Ef starfsmaður getur ekki, vegna veikinda, farið í orlof fyrir 31. maí árið eftir á hann rétt á að fá or- lofslaun sín greidd ef hann sannar veik- indi sín á sama hátt og að ofan greinir. Veikindi í orlofi I flestum kjarasamningum eru ákvæði þess efnis að veikist launþegi í orlofi hér innanlands, það alvarlega að hann geti ekki notið orlofsins, skuli hann á fyrsta degi t.d. með símskeyti, tilkynna atvinnurekanda um veikindi og hjá hvaða lækni hann hyggst fá læknisvott- orð. Fullnægi hann tilkynningunni og standi veikindin lengur en í 3 sólar- hringa, á starfsmaður rétt á jafnmörg- um orlofsdögum og veikindin sannan- lega vöruðu. Undir framangreindum kringum- stæðum skal starfsmaður ávallt færa sönnur á veikindi sín með læknisvott- orði. Atvinnurekandi á rétt á að láta lækni vitja starfsmanns er veikst hefur í orlofi. Uppbótarorlof skal, eftir því sem kostur er, veitt á þeim tíma sem starfs- maður óskar og skal vera á tímabilinu 2. maí til 15. september nema sérstak- lega standi á. Kauptrygging orlofslauna Launamaður á rétt til orlofslauna í samræmi við áunninn orlofsrétt á síð- asta orlofsári. Orlofslaun reiknast við hverja launagreiðslu þannig að af heildarlaunum reiknast orlofslauna- hlutfall viðkomandi starfsmanns að lágmarki 10,17%. Reiknuð orlofslaun fyrir hvert launatímabil skulu kaup- tryggð þannig að deilt skal í fjárhæð á- unninna orlofslauna með dagvinnu- tímakaupi starfsmannsins. Orlofslaun fyrir hvert launatímabil reiknast sam- kvæmt þessu í dagvinnutímum og skulu þau skráð sérstaklega á launa- seðli við hverja launagreiðslu, bæði samtala áunninna orlofslauna frá upp- hafi orlofsárs og orlofslaun vegna þess greiðslutímabils. Launamanni skulu greidd áunnin orlofslaun næsta virkan dag fyrir töku orlofs. Orlofstíma hans skal greiða miðað við dagvinnutíma- kaup starfsmannsins eins og það er fyrsta dag orlofsins. Ef launamaður hættir af einhverjum ástæðum í vinnu skal atvinnurekandinn greiða honum í lok starfstímans alla áunna orlofstíma hans á dagvinnutímakaupi starfs- mannsins, eins og það er fyrsta daginn sem hann er laus úr vinnu. Hvemig á að reikna út orlofslaun? Við hverja launagreiðslu skal finna út hvað starfsmaður hefur áunnið sér mikið orlof með því að umreikna það í orlofsstundir. Þetta er gert með því að reikna út orlofslaunin og deila síðan í þau með dagvinnutímakaupi. Þegar starfsmaður fer síðan í orlof eru orlofs- stundir fyrir tímabilið 1. maí til 30. apr- íl margfaldaðar með þeim dagvinnu- launum sem þá gilda. Dæmi: Maður hafði í júní kr. 45.000,- vegna dagvinnu, kr. 10.000,- vegna vaktaálags og kr. 10.000,- vegna yfirvinnu. Samtals hafði hann því kr. 65.000,- í tekjur. Atvinnu- rekanda ber því að greiða minnst 6.610,50 krónur í orlof, 10,17%. Því er breytt í orlofsstundir með því að deila í það með gildandi dagvinnukaupi, sem er kr. 259,62 (6.610,50 / 259,62 = 25,46). Þannig em orlofsstundirnar vegna júní 25,46. Yfir orlofsárið gæti þessi maður hafa áunnið sér samtals um 305 orlofs- stundir (25,46 x 12). Þegar hann fer í or- lof er dagvinnukaupið orðið t.d. kr. 280. Orlofslaun hans verða því 280 x 305 eða kr. 85.400,- Orlofsuppbætur iðnnema Allir iðnnemar sem em í föstu vinnu- sambandi við iðnmeistara eða fyrir- tæki skulu fá greidda orlofsuppbót kr. 5.300,- við upphaf orlofstöku en eigi síðar en 15. ágúst. Með föstu vinnusambandi er átt við alla þá iðnnema sem em á námssamn- ingi eða hafa starfað í þrjá mánuði. Arafjöldi í námi ræður fjölda greiðslna. Þetta þýðir að allir iðnnemar eiga að fá fulla orlofsuppbót samkvæmt samn- ingum um iðnnemakjör þó svo að þeir hafi ekki starfað í heilt ár. Iðnnemar á fjögurra ára námssamningi eiga þannig að fá fulla orlofsuppbót fjórum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Iðnneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðnneminn
https://timarit.is/publication/361

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.