Iðnneminn


Iðnneminn - 01.05.1996, Blaðsíða 21

Iðnneminn - 01.05.1996, Blaðsíða 21
V ILHJÁLMUR H. G ÍSLASON Samkvæmt lögum nr. 93/1992 skal koma á innra eftirliti á öllum opinberum stöðum þar sem matvæli eru höfð um hönd. Á þetta jafnt við um stórar mat- vælavinnslur og litla sölu- turna sem eingöngu selja pylsur. egar farið er að skoða þetta nýja eftirlitskerfi fallast mörgum hendur og þeir eru til sem segja: "Hvað á þetta nú að þýða? Við höfum ekki haft þetta og það hefur enginn dáið enn þá." Matvælavinnsla í dag er ekki sú sama og áður fyrr. I dag eru notuð margs konar aukaefni sem ætl- uð eru til margra hluta, s.s. rotvarnar- efni, litarefni, þráavarnarefni, svo tek- in séu fáein dæmi. Við reynum líka að hafa framleiðsluna eins frá degi til dags. Aðeins skipulögð vinnubrögð geta tryggt okkur að notuð séu rétt efni í matvælin og líka að varan sé alltaf sú Margir hafa ofnæmi gagnvart þeim efnum sem við notum. Þessir sömu kaupa ef til vill vörur sem við höfum framleitt, verða varir við ofnæmisein- kenni og trúa því að ástæðan sé varan sem þeir neyttu. Við lestur á inni- haldslýsingu vörunnar stendur ekkert um að við notum þetta efni og því dett- ur þeim efalaust í hug að nú sé verið að svindla. Það næsta sem getur gerst er að lögfræðingur mætir hjá okkur og vill ræða málið. Það eina sem getur bjargað okkur frá leiðindum er að við getum lagt fram skriflega lýsingu á vinnubrögðum við framleiðslu um- ræddrar vöru. Þessi lýsing þarf að vera vottuð af þeim sem vann verkið svo hún hafi eitthvert gildi. Það fyrsta sem gera þarf er að koma upp starfshópi inni á matvælavinnsl- unni. Þessi hópur býr svo til flæðirit fyrir vinnubrögðin sem viðhöfð eru í vinnslunni. (eldhúsinu). Út frá þess- um flæðiritum er svo farið í að gera sér grein fyrir áhættuþáttum sem hugsan- lega gætu komið upp við vinnuferlið. Hópurinn ákveður hvernig eftirlitinu skuli háttað og hvernig bregðast skuli við frávikum. Með því að koma upp innra eftirliti verða vinnubrögðin markvissari og mörgum starfsmanninum finnst betra að vinna verkin en áður þar sem fyrir liggur hvað hann þarf að gera. Enginn þarf lengur að snúast í kringum sjálfan sig og spyrja: "Hvað næst?"? Því miður verður svona stutt saman- tekt ekki nema "reykurinn af réttun- um". Öllum sem starfa við hvers kyns matvælavinnslu er nauðsynlegt að kynna sér framkvæmd innra eftirlits- ins því á vinnustað er aldrei einn á- byrgur heldur allir. Ég vil svo benda nemendum á námskeið sem haldið er á vegum skólans í innra eftirliti. sama. IÐNNEMINN 21
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Iðnneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðnneminn
https://timarit.is/publication/361

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.