Iðnneminn


Iðnneminn - 01.05.1996, Blaðsíða 27

Iðnneminn - 01.05.1996, Blaðsíða 27
þannig að fá fulla orlofs- uppbót fjórum sinnum á samningstímanum óháð því hvenær námssamn- ingur hefst og óháð því hvenær á námstímanum iðnneminn sækir skóla. Til þess að eiga rétt á atvinnuleysisbótum þarf iðnnemi að hafa unnið að lágmarki 425 dagvinnu- stundir síðustu 12 mán- uði. Þetta gefur 25% bæt- ur sem er lægsta prósent- an en hækkar um 1% við hverjar 17 dagvinnu- stundir eftir það. Fullar bætur fær sá er unnið hefur 1700 dagvinnu- stundir eða fleiri á síð- ustu 12 mánuðina. Þeir iðnnemar sem eru skuldlausir félagar í Iðn- nemasambandi íslands, eða viðkomandi sveina- félagi þar sem það á við og verða atvinnulausir eftir að hafa lokið náms- samningi, eða þegar námssamningi er rift geta fengið atvinnuleys- isbætur frá sínu fagfé- lagi. Til þess þarf þó vott- orð frá Iðnnemasam- bandi íslands. Ef iðnnemi, sem hefur áunnið sér bótarétt, hefur auk þess stundað skóla- nám á siðustu 12 mánuð- um í a.m.k. 6 mánuði og lokið námi, eða einsýnt þykir að hann hafi hætt námi, skal reikna honum 520 dagvinnustundir til viðbótar vegna námsins en það gera um 55% bæt- ur í heildina með 425 lág- marksstundunum og 1% til viðbótar fyrir hverjar 17 dagvinnustundir til viðbótar. Fullar bætur fær sá er unnið hefur 1180 dagvinnustundir eða fleiri og stundað skóla í a.m.k. 6 mánuði síðustu 12 mánuðina. Þetta á eingöngu við um þá sem ljúka námi og tekur því ekki gildi fyrr en á næstu önn þegar ljóst er að nemi er ekki lengur skráður í skóla. Fær nemi þá þessar stundir metnar aftur í tímann þannig að ef hann hefur verið at- vinnulaus um sumarið fær hann 30% til viðbótar um haustið. Að geyma bótaréttinn I lögunum er gert ráð fyr- ir að sá sem hættir að vinna til að fara í nám geti geymt bótarétt sinn í allt að 24 mánuði. Þetta á ekki við um þá sem ein- göngu vinna yfir sumar- tímann. Að skrá sig atvinnu- lausan Brýnt er að allir atvinnu- lausir iðnnemar skrái sig hjá sínu sveitarfélagi, jafnvel þó þeir eigi ekki rétt á bótum því alltaf er möguleiki að þeir fái vinnu ef þeir eru skráðir. Einnig skal bent á At- vinnumiðlun námsmanna sem er til húsa hjá Félagsstofnun Stúdenta. Sími: 562 1080. Nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu Iðn- nemasambands Islands í síma 551 4410. valdimar Gíslason hf. Skeifan 3 108 Reykjavík 1B 588 9785 Fax 568 0663
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Iðnneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðnneminn
https://timarit.is/publication/361

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.