Iðnneminn


Iðnneminn - 01.05.1996, Blaðsíða 2

Iðnneminn - 01.05.1996, Blaðsíða 2
Forsíðumyndina tók Ragnar Th. Sigurðsson af Hótel- og matvæla- skólanum í Kópavogi. Ritnefnd H.V.Í. F.v. Guðmundur Haukur, Jóhann Jónsson, Sumarliði Rúnarsson og sitjandi Brandur Sigfússon ritstjóri Nú er síðustu önn Hótel- og veitingaskóla Islands lokið og fannst okkur því vel við hæfi að kveðja skólann með þessari út- gáfu. Þetta er í annað skiptið sem nemendur skólans ráðast í að gefa út blað í svona stóru broti en síðast var það gert haustið 1993. Nú mun skólastarfið flytj- ast í Menntaskólann í Kópavogi og hvetjum við sem útskrifumst á þessari síðustu önn H.V.Í. alla sem á eftir koma að halda merki nemenda þessara greina vel á lofti á kom- andi árum. Jafnframt vilj- um við nota tækifærið fyr- ir hönd nemenda skólans og þakka kennurum og öðru starfsfólki skólans fyrir vel unnin störf á liðn- um árum. Einnig viljum við þakka Iðnnemasa,mbandinu fyr- ir að leyfa okkur að gefa blaðið út undir nafni Iðn- nemans en af því hlýst mikill sparnaður. Blaðið er að öllu leyti unnið á skrif- stofu Iðnnemasambands- ins með þeim tækjakosti sem þeir búa yfir og eiga þeir heiður skilinn fyrir þá ómetanlegu aðstoð sem þeir hafa veitt okkur. Einnig viljum við þakka auglýsendum blaðsins fyr- ir stuðninginn. I annað skiptið gefa nú nemendur Hótel- og veit- ingaskóla íslands út blað, að vísu sameiginlegt með INSI að þessu sinni. Hópur- inn sem samanstendur af útskriftarnemum ætlar að nýta afraksturinn til að greiða niður utanlandsferð nú í maí. Eitthvað grunar mig að hér sé komin leiðin til að aðildarfélög Iðnnemasam- bandsins fari nú að taka við sér og leggi ritvöllinn að fótum sér, þ.e.a.s. komi að útgáfu Iðnnemans eins og hér er gert. Reynt hefur verið gegn- um tíðina að halda úti fréttariturum innan aðild- arfélaga þannig að nýjar fréttir bærust og skoðana- skipti yrðu tíðari "á lands- vísu. Það hefur hinsvegar lítið farið fyrir þessum af- rekum hingað til og rit- nefnd orðið að pína ein- staklinga víðs vegar um landið til að fá eitthvað uppúr þeim. Hér er hinsvegar leið til að kynna ákveðið lands- svæði, skóla eða iðnnema- félag og afla nokkurra tekna í leiðinni til að styrkja ákveðin málefni sem tengj- ast hverju félagi. Vil ég því hvetja öll félögin til að leggjast nú undir feld, í- huga þá möguleika sem að þeim snýr og hafa síðan samband og ræða málin. Eg vil síðan þakka nem- endafélagi Hótel- og veit- ingaskólans röggsama frammistöðu og ánægjuleg samskipti við að koma blaðinu saman. IÐNNEMINN Ritstjóri: Páll Svansson ritstj@islandia.is Ritnefnd: Drífa Snædal, HallfríSur Einarsdóttir, Lilja Sighvats og Ragnhildur Sara Bergstað Abyrgðarmaður: Hallfríður Einarsdóttir Hönnun, umbrot og myndvinnsla: Páll Svansson. Prófarkalestur: Páll Svansson og Drífa Snædal Ljósmyndari: Brjánn, Palli, Matti o.fl. Prentun og bókband: Oddi ISnneminn er gefinn út á tveggja mána&a fresti í 10.000 eintökum. Iðnneminn er áendur endurgjaldslaust heim til allra iðnnema og til rúml. 5.000 iðnfyrirtækja,meistara og stofnana. 2 IÐNNEMINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Iðnneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðnneminn
https://timarit.is/publication/361

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.