Iðnneminn - 01.05.1996, Page 2
Forsíðumyndina tók
Ragnar Th. Sigurðsson
af Hótel- og matvæla-
skólanum í Kópavogi.
Ritnefnd H.V.Í.
F.v. Guðmundur Haukur, Jóhann Jónsson,
Sumarliði Rúnarsson og sitjandi Brandur
Sigfússon ritstjóri
Nú er síðustu önn Hótel-
og veitingaskóla Islands
lokið og fannst okkur því
vel við hæfi að kveðja
skólann með þessari út-
gáfu.
Þetta er í annað skiptið
sem nemendur skólans
ráðast í að gefa út blað í
svona stóru broti en síðast
var það gert haustið 1993.
Nú mun skólastarfið flytj-
ast í Menntaskólann í
Kópavogi og hvetjum við
sem útskrifumst á þessari
síðustu önn H.V.Í. alla sem
á eftir koma að halda
merki nemenda þessara
greina vel á lofti á kom-
andi árum. Jafnframt vilj-
um við nota tækifærið fyr-
ir hönd nemenda skólans
og þakka kennurum og
öðru starfsfólki skólans
fyrir vel unnin störf á liðn-
um árum.
Einnig viljum við þakka
Iðnnemasa,mbandinu fyr-
ir að leyfa okkur að gefa
blaðið út undir nafni Iðn-
nemans en af því hlýst
mikill sparnaður. Blaðið er
að öllu leyti unnið á skrif-
stofu Iðnnemasambands-
ins með þeim tækjakosti
sem þeir búa yfir og eiga
þeir heiður skilinn fyrir þá
ómetanlegu aðstoð sem
þeir hafa veitt okkur.
Einnig viljum við þakka
auglýsendum blaðsins fyr-
ir stuðninginn.
I annað skiptið gefa nú
nemendur Hótel- og veit-
ingaskóla íslands út blað,
að vísu sameiginlegt með
INSI að þessu sinni. Hópur-
inn sem samanstendur af
útskriftarnemum ætlar að
nýta afraksturinn til að
greiða niður utanlandsferð
nú í maí.
Eitthvað grunar mig að
hér sé komin leiðin til að
aðildarfélög Iðnnemasam-
bandsins fari nú að taka við
sér og leggi ritvöllinn að
fótum sér, þ.e.a.s. komi að
útgáfu Iðnnemans eins og
hér er gert.
Reynt hefur verið gegn-
um tíðina að halda úti
fréttariturum innan aðild-
arfélaga þannig að nýjar
fréttir bærust og skoðana-
skipti yrðu tíðari "á lands-
vísu. Það hefur hinsvegar
lítið farið fyrir þessum af-
rekum hingað til og rit-
nefnd orðið að pína ein-
staklinga víðs vegar um
landið til að fá eitthvað
uppúr þeim.
Hér er hinsvegar leið til
að kynna ákveðið lands-
svæði, skóla eða iðnnema-
félag og afla nokkurra
tekna í leiðinni til að styrkja
ákveðin málefni sem tengj-
ast hverju félagi. Vil ég því
hvetja öll félögin til að
leggjast nú undir feld, í-
huga þá möguleika sem að
þeim snýr og hafa síðan
samband og ræða málin.
Eg vil síðan þakka nem-
endafélagi Hótel- og veit-
ingaskólans röggsama
frammistöðu og ánægjuleg
samskipti við að koma
blaðinu saman.
IÐNNEMINN
Ritstjóri:
Páll Svansson
ritstj@islandia.is
Ritnefnd:
Drífa Snædal, HallfríSur
Einarsdóttir, Lilja Sighvats og
Ragnhildur Sara Bergstað
Abyrgðarmaður:
Hallfríður Einarsdóttir
Hönnun, umbrot og
myndvinnsla:
Páll Svansson.
Prófarkalestur:
Páll Svansson og Drífa
Snædal
Ljósmyndari:
Brjánn, Palli, Matti o.fl.
Prentun og bókband:
Oddi
ISnneminn er gefinn út á
tveggja mána&a fresti í
10.000 eintökum.
Iðnneminn er áendur
endurgjaldslaust heim til allra
iðnnema og til rúml. 5.000
iðnfyrirtækja,meistara og
stofnana.
2 IÐNNEMINN