Ljósberinn


Ljósberinn - 17.05.1924, Side 9

Ljósberinn - 17.05.1924, Side 9
L JÓSBERINN 161 þeim sem eftir eru. En af því eg kyntist — var svo heppin að kynnast Helga Árnasyni töluvert, langar mig til þess að minnast hans ofurlítið við yður, kæru lesendur Ljósberans. það var auðséð á jarðarförinni hans, að hann átti marga og góða vini. Fólksfjöldinn, sem fylgdi honum til grafar, sýndi það, tárin, sem birtust í ótal augum, báru þess vottinn. Hátíðlegi blærinn á athöfninni átti vel við, allir, sem þektu hinn unga heimkvadda svein, fundu, að Guðs andi stjórnaði hugum manna. Endurminningarnar um Helga eru fagrar og hlýj- ar. Sálin hans var björt og hrein, lauguð ung í fyrir- gefningarlind Drottins óx hún og þroskaðist á vegi lífsins. Takmarkið var hátt, — hugsjónin fögur, — Drottinn var honum alt. Hans málefni í fyrirrúmi ávalt. Eg man vel eftir hreina, hlýlega svipnum hans, og æskufjörinu í viðmóti hans og eldlegum áhugan- um, sem lýsti sjer á svip hans og látbragði, þegar áhugamálin — starfið fyrir Krist — voru til um- ræðu. Og starfsamur var hann! Hann vann vissulega á meðan dagur var. I öllu sýndi hann, að harin var sannur lærisveinn Jesú Krists. Hann setti aldrei blett á skjöldinn. þetta og fleira rifjaðist upp í huga mínum, þegar eg stóð yfir moldum hans. Og þegar fylking ungra drengja, sem hann hafði starfað á meðal, gengu 1 röðum að opinni gröfinni hans og kvöddu hann með merki krossins, vöknaði mörgum um augu. það var hátíðleg stund, þögn og tign voru einkenni hennar. Og eg spurði sjálfa mig: Hve margir þessara ungu sveina munu feta í fótspor Helga? Hve margir þeirra

x

Ljósberinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.