Ljósberinn - 01.11.1939, Síða 3
KRISTNIBOÐIÐ
Allii' þeir, sem elska frelsara sinn og
þrá að geta veri,ó hans sannir lærisveinar,
þeir vilja að því vinna á allan hátt, að sem
flestir menn fái að heyra íagnaðarboðskap
hans. En til eru ennþá hundruð milljóna
manna, sem aldrei hafa heyrt Jesú nafn
nefnt, - Milljónir barna, sem aldrei hafa
heyrt, að til, væri »Jes.ús bróðir bezti, og
barnavinur mesti«. Ei- það ekki hörmulegt.
Jú, vissulega.
En þeir eru margir, sem lieyrt hafa og
hlýtt siðustu skipun Jesú: »Farið út um
allan heim og flytjið fagnaðarboðskapinn
öllum þjóðum og' kennið þeim og' skýrið
þær til nafns Guðs, föðurs, Sonar og Heil-
ag's Anda. Þeir hafa farið til heiðingjanna
og sagt þeim frá Jesú.
Ungur drengur 61st upp uppi í Borgar-
arfirði. Hann heyrði þessa skipun Jesú,
hann hlustaði -— og heyrði að til iians var
taLað — og hann hlýddi. Hann hét Ölafur
og var Ölafsson. Þið kannist víst öll viö
hann. Hann hefir nú um mörg ár dvalið
í Kína og sagt Kínverjum frá því, að einn-
ig þeir ættu föður á himnum og' frelsara.
Nú dvelur Ölafur hér heima með lconu
sína og börn. Ljósberinn býzt við að les-
endur sínir hafi ánægju af að sjá Ölaf,
konu hans, Herborgu (sem er norsk), og
börnin þeirra, Efstui' og eLztur er Jóhann-
es, svo Guðrún, Hjördís,, Rannveig og Har-
ald Slotsvik.
Hérna, á myndinni sjáið þið barnahópinn
fallega. Jóhannes er fæddur hér heima á
Islandi, en hin munu öll vera fædd í Kína.
Ölafur dvelur hér heima sér til hvíldar.
En livíldin er í raun og' veru Lítil, því svo
er áhugi hans mikill fyrir útbreiðslu Lif-
andi kristindóms, að hann er sífelit á ferða-
Lag'i um Landið a,ð prédika.
Við biðjum öLL Guð að blessa, Ölaf og allí
hans starf og heimili hans.
Einnig' biðjum við Guð að varðveita,
styðja og styrkja séra Jóhann Hannesson.
sem nú dvelur í Kína, og býr sig undir
kristnibosstarfið þar.
Allir sannir vinir kirkju Krists vilja
styðja að útbreiðslu liennar og börnin geta
unnið að því, þó í smáu sé.
—o—
I Betaníu, samkomuhúsi kristniboðsfé-
laganna, hér í bænum, er á hverjum sunnu-
degi lvl, 3 e. h. sunnudagaslróli fyrir börn
og þar eru þau sérstalvlega frædd um
kristniboðsstarfið meðal heiðingjánna.
Bréfspjöld hafa verið prentuð af fjöl-
skyldu ÖLafs, og fást. nokkur þeirra ennþá
í Betaníu.