Ljósberinn - 01.11.1941, Qupperneq 4

Ljósberinn - 01.11.1941, Qupperneq 4
172 LJÖSBERINN 1 |% II Smósoga um litla Reykjavíkur-stúlku. |yr 1 Eftir Theodór Árnaton [Frh.] Þegar Dídí litla raknaði úr yí'ir- liðinu í annað sihn, stóð læknirinn hjá henni, þar sem hún lá á aðgerðaborðinu, og gömul og góðleg nunna hjá honum. Dídí starði fyrst á þau á víxl dálitla stund og var sýnilega að brjóta heilann um ein- hverja gátu, sem var henni ofviða. En þau þögðu bæði, læknirinn og nunnan. Lækn- irinn hafði lagt svo fyrir, að rétt væri að lofa henni að átta sig, áður en nokkuð væri við hana talað, og láta síðan ráðast eftir ástandi hennar sjálfrar, hvernig orð- um yrði hagað við hana. Þau kenndu bæði í brjósli um hana, þessa fallegu stúlku. Sök sér var það um nunnuna, því að fyrsl og fremst var hún nú guðhrædd kona og ákaflega góðleg á svipinn. En einhverj- um, sem þótzt hefði þekkja læknirinn, þenna harðneskjulega mann, sem allt af hreytti út úr sér orðunum eins og hann væri bálreiður, hefði komið það ókunnug- lega fyrir, ef einhver hefði sagt honum að hann kenndi í brjósti um suma sjúkl- ingana sína. En svona var hann nú inn við beinið, þessi læknir, þó að'ekki vissu það aðrir, en þeir sem hlut áttu að máli í hvert sinn, og svo »systurnar«. Og svona eru margir læknar. Hver veit hfernig á því stendur? Þeir eru ekki að flíka tilfinn- ingum sínum. Mörgum dettur í hug að þetta sé einmitt af því, að þeir sjá svo margt, seni þeim gengur til hjarta, að þeir verði bókstaflega að bíta á .jaxlinn í hvert sinn, sem þeir verða að fara höndum um sár sjúklinga sinna, — og þetta verða sum- ir læknar að gera svo oft, að seinast kems'; það upp í vana að vera a 111 a f með þessa »grímu« á andlitinu. En það er þö aðeins gríma, svipurinn og andlitið allt öðru vísi_, þegar þeim verður á að taka hana af sér. Og það eru ekki nema örfá- ar hræður, ef til vill, sem hafa séð þá eins og þeir eru í raun og veru, og þær eru í miklum minni hluta. Allir aðrir segja að þeir séu »þjösnar« og »hrottar«, — að þeirra mundi njóta miklu betur, ef þeir væru ofurlítið »manneskjulegri«. Dídí litla hafði heyrt talað um þennan lækni, — einmitt í þessum tón, og þekkti hann í sjón og hún hafði haft einhvern óljósan ímugust af honum. Og þegar hún var nú að reyna að horfast í augu við hann, til þess að vita hvort hún sæi þar eltki eitthvað, sem gæti hjálpað henni til að ráða gátuna, sem hún var að velta fyr- ir sér, fór fyrst um hana hrollur. Hún gat ekki heldur séð augun í honum almenni- lega, — það glampaði svo mikið á gler- augun. Hún leit því af lækninum og á nunnuna. Og það var svo gott. Andlitiö var svo frítt, svipurinn svo fallegur, þó að þetta væri roskin kona, og augun svo blíð. Það var að vísu rauna-blær á svipn- um og augnaráðinu, en þegar Dídí leit á nunnuna brosti hún við henni svo und- ur ástúðlega. En hvað þetta er fallegt bros! hugsaði Dídí, og leit um leið aftur á lækn- irinn. Hann hafði þá tekið af sér gleraug- un og var að þurrka þau. En hvað er nú þetta? Ég held bara að hann sé að brosa lífca, hugsaði Dídí. Og þetta ,var líka fali- egt hros. freinur í augunum en a andlit- inu, og í öðrum augnakróknum á vinstra auganu, — var ekki ofurlítill glettnis- glampi þar, — ofurlítill. Dídí hefði aldrei trúað því, ef hún hefði ekkí séð það sjálf, að það var gott að horfast í augu við þennan harðvítuga læknir. Og nú var henni sama um gátuna. Það v a r einhver gáta, sem hún gat ekki ráðið.. En það gerði ekkert til. Hun vissi, að hér var hún hjá góðu fólki. Hún gat verið alveg róleg.

x

Ljósberinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.