Ljósberinn - 01.02.1944, Blaðsíða 4

Ljósberinn - 01.02.1944, Blaðsíða 4
4 LJÓSBERINN UM KRISTNIBOÐ UR HEIMI HEIÐIfVGJABARNAWNA IÐ eruð líklega búin að steingleyma dálítilli grein tun kristniboð, sem ég skrií- aði í „Ljósberann“ fyrir nokkuð löngu. Það var stutt grein um það liver liefði stofnað kristniboðið og livað það væri. Nú minnti Jón Helgason, ritstjóri „Ljós- berans“, mig á það, að ég liefði eigin- lega verið búinn að lofa því að segja ykk- ur seinna frá börnum í heiðingjalöndum, svo að ég verð víst að standa við loforð mitt. Eg skrifa nú samt ek)d af því einu, að ég hafi verið búinn að lofa því, held- ur af því, að mér þykir vænt um að skrifa um kristniboðið og segja öðrum frá heið- ingjabörnum og hvað lærisveinar Jesú gera fyrir þau. Þið haldið nú ef til vill, að ég hafi sjálfur kornið til heiðingja- landa og séð heiðingjabörn. Það hef ég því miður ekki gert. Það, sem ég veit, hef ég annað hvort lesið, eða heyrt kristni- boða segja frá. En mig hefur allt af lang- að til þess að koma á kristniboðsstöð og sjá kristniboðsstarfið með eigin augum. Það ætla ég líka að gera, þegar ég er orð- inn nógu ríkur, en það getur dregizt lengi, og þá verður eitthvert ykkar — eða lielzf. mörg — komin þangað og farin að starfa þar fyrir Jesúm. Ég ætla í þetta sinn að skrifa dálítið um það hvernig heiðin börn kynnast kristniboðunum fyrst, en eins og þið vit- ið eru kristíliboðarnir hvítir menn, sem hafa farið frá ættlandi sínu og öllum vinum, til þess að segja heiðingjunum langt úti í löndum frá Jesú. Heiðingjabörnunum finnst kirstniboð- arnir vera afskaplega skrítnir menn, þeg- ar þau sjá þá fyrst. Þeim finnst þeir víst ennþá skrítnari en ykkur finnst vera að sjá Negra eða Kínverja. Stundum eru heiðnu börnin hrædd við kristniboðana og flýja fyrst þegar þau sjá þá. En þau eru nú samt — eins og börn í öllum lönd- um — afskaplega forvitin, líklega ennþá forvitnari en þið eruð nokkurn tíma. Og forvitnin sigrar hræðslu og feimni. Einu sinni var drengjunum í þorpi einu á Ind- landi sagt frá því, að það væri hvít kona komin í þorpið og hún hefði farið inn í hús höfðingjans. Þeir urðu þá svo for- vitnir, að þeir lilupu frá leikjum sínum og starfi beina leið að húsi höfðingjans. Það var þá orðið alveg troðfullt af for- vitnu fólki, en drengirnir voru svo for- vitnir, að þeir klifruðu upp á þak og gægðust niður um rifur á þakinu — en þakið var úr hálmi, svo það þurfti ekki mikið til þess að á það kæmi rifa. Hvíta konan, sem var kristniboði, gekk þá út og hélt samkomu úti. Drengirnir heyrðu ekkert af því, sem var sagt eða sungið. Þeir liorfðu bara á, hvítu konuna, því hún var svo afskaplega skrítin, að það var ekki nokkru lagi líkt. Þegar hún kom aftur seinna, tóku þeir eftir söngnum, sem hún söng og loks eftir sögunni um Jesúm, og að síðustu fóru þeir á liverj- um sunnudegi í sunnudagaskóla til þess að hlusta á boðskapinn um Jesúm, seni hafði komið til að frelsa þá frá öllu illu.

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.