Ljósberinn - 01.02.1944, Blaðsíða 26
26
LJÓSBERINN
Kemur út einu sinni í mánuði, 20 síður. — Ár-
gangurinn kostar 7 krónur. — Gjalddagi
er 15 apríl.
Sölulaun eru 15% af 5—14 eint. og 20% af
15 eint. og þar yfir.
Afgreiðsla: Bergstaðastræti 27, Reykjavík.
Sími 4200.
Utanáskrift: LJÓSBERINN, Pósthólf 304,
Reykjavík.
Prentsmiðja Jóns Helgasonar, Bergstaðastr. 27.
Kæru kaupendur!
Ég þakka ykkur fyrir tryggð og vináttu — já, og
alla þolinmæðina á þessu liðna ári. Oft hafið þið
orðið að híða lengi eftir blaðinu ykkar — og einnig
nú. Og iftörg hafa vonbrigðin verið, þegar pópturinn
befur komið — en ekki var Ljósherinn ykkar með.
Mér er allt þetta ljóst og þaö hefur valdið mér áhyggj-
um, en ég hef ekki getað komið þessu í !ag enn.
Máslce það takist á þessu ári. Ég mun gera allt, sein
í mínu voldi stendur til þess.
Ef einhverjir vildu senda blaðinu efni til birting-
ar, svo sem: vel þýddar smásögur, um sumardvöl
í sveitinni, dýrasögur o. fl. þá væri það vel þegið
og gerði blaðið fjölbreyttara.
VANSKIL
bið ég ykkur að tilkynna, og skal úr bætt, ef hægt
er. En á því ríður, að ekki sé það látið dragast lengi
að tilkynna, ef blöð vantar. Það er oftast tilgangs-
lítið, að panta blöð, sem vanta inn í árganga, eftir
mörg ár.
Þá vil ég að endingu þakka þeim hinum mörgu,
sem hafa sent blaðinu gjafir og áheit og mörg elsku-
leg bréf, sem hafa glatt mig og yljað mér um hjarta-
rætur. — Því miður get ég ekki skrifað þeim öll-
uin, brestur til þess tíma, en bið Ljósberann að bera
þeim öllum kæra kveðju mína og þökk fyrir vin-
áttuna.
ÍSLENZK KRISTNIBOÐSSTÖÐ í KÍNA.
Um það er nú rætt, að koma á fót íslenzkri kristni-
boðsstöS í Kína, og eitthvað mun vera komið í sjóð,
sem safna á í fé til slíkrar stöðvar.
Við erum þess fullviss, að Guð blessar þessa fyrir-
ætlan kristniboðsvina, og stöðin komist á fót.
En nú hefur mér dottið hug, livort þið, kaupendur
Ljósberans, vilduð nú ekki taka þátt í þessu starfi
með því að safna í barnasjóð fyrir íslenzka kristni-
boðið, því að í sambandi við allar kristniboðsstöðv-
ar, er barnastarf, t. d. sunnudagaskólar. Mætti þá úr
þeim sjóði, ef dálítið safnaðist, launa 1 eða 2 sunnu-
dagaskólakennara.
Um margra ára skeið safnaði Ljósberinn í sjóð
„kínverska drengsins“ og safnaðist oft talsvert. Nú
eru meiri peningar og því ætti nú talsvert að safnast í
Sunnudagaskólasjóð islenzka kristniboðsins í Kína.
Ljósberinn vill taka á móti slíkum gjöfum, birta
þær í blaðinu og setja féð á vöxtu í banka, þar til
stöðin síðar meir tekur til starfa.
ÚR BRÉFI.
Ég set hér að gamni mínu eitt slíkt hréf, sem ég
fékk nýlega með 100 krónu seðli innan í til Ljós-
berans:
„Herra Jón Helgason.
Ég skrifa yiVur þessar lnur í tilefni þess að við
lijónin höfum keypt Ljósberann og Heimilisblaðið
frá byrjun. Konunni minni þótti vænt um Ljósber-
ann. Þegar liann kom var allt af byrjað að lesa hann,
þótt önnur blöð væru lcomin. En hún andaðist i haust,
svo ég er einn eftir, en þótt ég sé lcominn á 77. árið
þá held ég áfrain að kaupa blöðin yðar á meðan
Guð gefur mér sjónina til að lesa þau. Ég vona, að
Ljósberinn líkist börnunum, sem hann er ætlaður,
í því að vera lítillátur, geta tekið við litlu, þess vegna
legg ég hér innan í lítinn þakklætisvott frá okkur
hjónum til Ljósberans, sent ég vona að þér virðið
á betri veg þótt lítið sé. Svo bið ég Guð að blessa
yður og Ljósberann á þessu nýbyrjaða ári og í fram-
tíðinni og hann gefi yður og Ljósberanum styrk til
þess að göfga og bæta unga og gamla eins og hingað
til.“.