Ljósberinn - 01.05.1945, Qupperneq 5
Suðurgata í Rcykjavík, um miSja 19. öld. Lengst til hœgri er húsiS nr. 2, Dillonshús. Þar var Jónas Hall-
grímsson síðast búsettur hcr á landi. — Það hús stendur enn, svo sem kfinnugt er.
áfram, að landið hennar sé fagurt, og
hún eigi vor í vændum, ef hún treysti
guSi og sjálfri sér. Nú á dögum kynnu
slík orS að þykja lielzt til hógvær og lítt
áberandi greinargerð fyrir jafn stórfelld-
um þjóðfélagsumbótum og þeim var ætl-
að að glæða; en þó er vafasamt, að nokk-
ur orð, sem mælt voru á íslenzka tungu,
hafi haft meiri áhrif. Fólkið fann, að
hann mælti á þess eigin máli, tilfinning-
ar þess voru lians tilfinningar; í raun og
veru vissi það áður allt, sem hann sagði.
En samt var eitthvað nýtt í ljóðum hans,
ný fegurð, nýr sannleikur, ný speki, —
eitthvað sem var náskylt guði og krafta-
verkunum. Fólkið trúði IjóÖum skálds-
ins betur en sínum eigin orðum. Það
hafði heyrt rödd þjóðarinnar, rödd lands-
ins, rödd íslenzkrar náttúru, hinn eilífa
söng, sem yljar á þorranum og fyllir loft-
ið klaka og snjó. Og hjörtu fólksins hófu
nýtt landnám í sínu eigin landi. —
Við hvert kvæði, sem birtist eftir Jón-
as Hallgrímsson, fann þjóðin betur og
betur, að hún átti gott land og fagra
tungu. Hinn snauði og þjakaði bóndi
fann, að liann var frjálsborinn maður.
Hann varð upplitsdjarfari. Almenning-
ur krafðist réttar síns. Þeir, sem áður
höfðu setið hljóðir, liófu raust sína. —
Og þá var alþingi endurreist.
★
Jónas Hallgrímsson vissi, að líðandi
stund var tengiliður fortíðar og þess, sem
65