Ljósberinn - 01.05.1945, Page 9
við og höldum. aftur heimleiðis niður
fjallið.
„Já“, sagði Vantrausti, „rétt fyrir
framan okkur liggja tvö ljón á veginum;
hvort þau vaka, vitum við ekki, en ef
við komum nálægt þeim, þá rífa þau okk-
ur víst sundur“.
„Þið gerið mig hræddan“, sagði Krist-
inn, „en hvar á ég lijálpar að leita? Fari
ég aftur heim í átthaga mína, þá ferst
ég í eldi og brennisteini. En komist ég
til hinnar liimnesku borgar, þá er ég úr
allri hættu. Ég verð að hætta á það. Aft-
urhvarf væri opinn dauði. Dauðinn get-
ur að sönnu hitt mig, ef ég held áfram,
en eilíft líf liggur á bak við. Ég held því
áfram“.
Þeir Huglaus og Vantrausti hlupu nú
alla leið ofan fjallið, en Kristinn hélt
áfram uppgöngu sinni. En er Kristinn
fór að hugleiða orð þeirra Huglauss og
Vantrausta, þá þreifaði hann í barm sér
eftir skrá sinni, til að leita sér þar liugg-
unar, en hann fann liana ekki. Hugsum
oss óttann, sem greip hann þá. Hann vissi
ekki, hvað hann skyldi nú til ráðs taka.
Skráin hafði verið hugfró lians og átti
að vera honum aðgöngu-heimild að hinni
himnesku borg. Hann var gjörsamlega
ráðþrota. Loks kom honum í hug, að
hann hafði sofið í laufskálanum; féll
hann þá á kné og bað Guð að fyrirgefa
sér glópsku sína. Hann fór nú síðan til
baka og skyggndist eftir skránni alla leið-
ina, fullur sorgar ; hann andvarpaði ým-
ist eða grét og ásakaði sjálfan sig sár-
lega fyrir þá glópsku sína, að hann skyldi
detta út af í svefn í laufskálanum, sem
einungis var ætlaður til þess að þreyttir
LJÓSBERINN
ferðamenn tækju sér þar litla hvíld. Alla
leiðina svipaðist harin á báðar hendur
eftir skránni. Svona hélt hann áfram, unz
hann kom auga á larifskálann, þar sem
hann hafði setið og sofnað út af. Þetta
varð honum nýtt sorgarefni og ýfði sárið
upp að nýju (Opinb. 2, 4; I. Þess. 56,
8); hann kvartaði yfir sínum syndsam-
lega svefni og mælti: „Ó, mig vesælan!
að ég skyldi sofna um hábjartan daginn;
að ég skyldi geta sofnað mitt í mannraun
minni, að ég skyldi láta það eftir mak-
indum mínum, að seðja holdlega girnd
mína á þeim stað, sem mér var ætlaður
til að endurnæra sálu mína! Hversu
mörg mæðuspor hef ég nú eigi gengið
til ónýtis! Hið sama henti Israelsmenn,
er þeir voru sendir aftur til Rauðahafs-
ins sakir synda sinna (5. Mós. 1). Nú
verð ég að ganga þessi spor sorgmædd-
ur, sem ég hefði getað gengið fagnandi ;
þrisvar sinnum hef ég gengið sömu leið-
ina, sem ég liefði ekki þurft að ganga
oftar en einu sinni. Og nú er dagur brátt
að kvöldi kominn og verð ég því líklega
að fara alla Ieiðina náttfari. Ó, að ég
hefði aldrei sofnað!“
Nú var hann aftur kominn að lauf-
skálanum. Þar settist hann niður, sat um
tíma og grét. Meðan hann sat þarna kom
hann loks auga á skrána; hann tók hana
upp í skyndi titrandi af geðshræringu
og stakk henni í barm sér. Fögnuði hans
verður ekki með orðum lýst, því að skrá-
in var lionum veð fyrir eilífa lífinu —
aðgöngu-heimild hans að höfn hjálpræð-
isins. Hann þakkaði því Guði fyrir, að
hann hafði beint auga hans einmitt þang-
að, sem hún lá, og lagði nú aftur af stað
69