Ljósberinn - 01.05.1945, Side 12
LJÓSBERINN
Hugsa sér, ef Hjassi sjálfur yrði allt í
einu, á meðan liann væri að telja einn,
tveir, þrír, orðinn að hundi eða ketti, eða
einhverju enn leiðinlegra dýri. Og
drengnum fannst, *hllt í einu, að liann
væri að verða kafloðinn um allan kropp-
inn. Og hann sá ekki nokkur sköpuð ráo
að komast brott frá tröllkarlinum.
Þá tók hann skjálfandi af sér húfu-
pottlokið og hneigði sig djúpt fyrir kari-
inum, og stamaði:
„Góði, göfugi, herra tröllkarl, galdr-
aðu mig ekki“.
Þá krimti í karlinum og hann mælti
góðlátlega.
„Vertu óhræddur, Hjassi litli. En
hvernig lízt þér á að koma til mín og
gæta dýranna minna. Eg veit, að þú ert
ágætur strákur og þér þykir vænt um
dýrin“.
Hjassi klóraði sér ráðaleysislega og
hugsandi í höfðinu. Þetta var nú bæði
nógu virðulegt og freistandi, en samt gat
nú hugsazt að tröllkarlinn breytti hon-
um í eitthvert dýr. Og hver vissi nema
að þessi dýr, sem hann átti að hirða,
væru bæði skelmar og ræningjar. Og
Hjassi vesalingur gat ekki að því gert að
hann fölnaði og titraði og skalf af kulda
við þessa uppástungu tröllkarlsins.
„Þú þarft ekkert að vera hræddur,
Hjassi, enginn gerir þér neitt, ef þú ert
sjálfur viðfelldinn. En gerðu eins og þér
sjálfum þóknast, það eru til fleiri dreng-
* 1' 66
ir en pu .
„Skal ég, eða skal ég ekki?“ hugsaði
Hjassi. En ákaflega væri það nú samt
gaman, þegar öllu væri á botninn hvolft,
að sjá hvernig umhorfs væri hjá svona
72
voldugum tröllkarli. Og svo sló Hjassi til
og sagði já.
Aldrei hafði drengnmn komið til hug-
ar að til væri annar eins ógurlegur fjöldi
dýra, eins og þarna var saman komini'
hjá karlinum.
Þai-na ægði öllu saman: Ijónum, pard-
usdýrum, hýenum, tígrisdýrum, hestum,
hundum, grísum, melrökkum, lágfótum,
úlfum, köttum, músum, hænsnum, kárku-
bræðrum, liröfnum, kjóum, ormum,
randaflugum, tólffótungum, ánamöðk-
um og fiðrildum. Það er öldungis ómögu-
legt að telja þau öll upp, svo mörg voru
þau. En liver tegund var í búri, út af
fyrir sig og járngrindur í búrunum.
„Þessi þarna voru einu sinni grimmar
og undirförular manneskjur“, sagði tröll-
karlinn og benti Hjassa á hýenur, orma,
refi og ketti. „Þessi þarna voru einu sinni
morðingjar, hélt tröllkarlinn áfram, og
benti á tvö ægileg tígrisdýr, og augun í
þeim brunnu af hatri og morðfýsn. En
þessi þarna eru vanalegir skelmar og
þjófar, og átti karlinn þá við krákurnar,
hrafnana og kjóana, Og þessi páfagauk-
ur þarna var í morgunn ekki annað en
spjátrungur og buxnaskjóni, sem ekki
hugsaði um annað en sjálfan sig og föt
in sín. Ég vona að honum lærist nú bráð-
um að hugsa um annað. Hestarnir þarna
voru einu sinni menn, sem þrælkuðu
hestana sína og lömdu þá. Flugurnar
þarna voru með nefin niðri í öllu, skiftu
sér af öllum sköpuðum hlutum og létu
móðan mása allan liðlangan daginn. Geit-
ungarnir þarna og randaflugurnar hafa
margsinnis eyðilagt nafn og mannorð
meðbræðra sinna á lúalegasta hátt. Grís-