Ljósberinn - 01.05.1945, Blaðsíða 17
LJÓSBERINN
lofun sína og nú skyldi lialda dásamlega
og ógleymanlega veizlu. Erlendur prins,
ákaflega auðugur, fagur og voldugur,
liafði orðið ástfanginn í fegurð hennar og
beðið hennar.
Mörgum mánuðum áður hafði verið
byrjað á að sjóða, baka, steikja, brasa
og búverka til hátíðar þessarar. En svo
átti þessi veizla þá að verða dásamlegii
og stórkostlegri og ógleymanlegri en
nokkur veizla önnur, sem sögur fóru af.
Boðsgestirnir voru mörg þúsund. Og það
var ekki um annað talað í gervöllu land-
inu.
En þegar í byrjun, áður en kærustu-
parið bafði skipzt á hringum, heyrðist
nístingssár, skrækróma rödd, sem liróp-
aði:
„Prinsessa með fallega andlitið og flá-
ráða hjartað, minnstu allra vesalings birð-
meyjanna og herbergisþernanna, sem þú
hefur klipið, klórað og barið. Og mundu
eftir aumingja kaupmanninum með dýr-
mæta hálsmenið, sem þú lézt varpa í
dýflissu vegna þess að bann lét eftir duttl-
ungum þínum“.
Á augnabliki sló öllu skvaldri í diina-
logn. Menn litu felmtsfullir bver á ann-
an og prinsessan náfölnaði, og svo stein-
leið yfir liana. Hvaðan kom þessi rödd?
Þá gekk von Sýrópsstrútur fram,
hneigði sig og mælti:
„Heiðruðu menn og konur, það hlýtur
að bafa verið einhver vitfyrringur, ein-
bver kolbrjálaður maður, sem befur lát-
ið sér slík orð um munn fara, því öllum
bér stöddum má vera það Ijóst, að vor
hágöfuga prinsessa er eins mild, göfug
og dyggðug, eins og bún er fögur“.
En þá heyrðist röddin aftur; sama
röddin:
„Hó, hæ. Hversu oft bef ég heyrt kon-
unginn, Sníkjukló og þig, vera að bera
ráð ykkar saman um það, hvernig þið ætt-
uð að koma ár ykkar þannig fyrir borð,
að konungurinn gæti fengið ný og dýr
leikföng, og þið sjálfir stóreignir og of
fjár“.
Að þessu sinni steinleið yfir þá báða.
forsætisráðherra og fjármálaráðherra.
Konungurinn fölnaði að vísu sýnilega, en
harkaði af sér, steig fram og ætlaði að
ávarpa veizlugestina.
Þá kom hinn hræðilegi tröllkarl, Kurr-
iribumbumbum, sem allir þekktu,
skyndilega inn í veizlusalinn. Lítill páfa-
gaukur sat á öxl lians. Og tröllkarlinn
snart liann með töfrasprota sínum. Og
það var eins og við manninn mælt. I stað
páfagauksins stóð nú þarna töfrandi fríð-
ur tígulegur unglingur við hlið tröllkarls-
ins.
Menn tóku nú að gerast forvitnir og
færðu sig nær til þess að geta séð hvað
væri að gerast, og hvarvetna heyrðist
hljóðskraf, pískur og spurningar. En nú
tók tröllkarlinn til máls, ög þagnaði þá
allur kliður.
„Eg geri ráð fyrir að allir hér við-
staddir þekki mig og kannist vel við mig“,
sagði tröllkarlinn. „Hlustið nú vel á
hvað þessi ungi maður hefur að segja
yður, og ég skal ábyrgjast, að hann talar
sannleika. Segðu nú frá því, Hjassi,
hvernig í því liggur, að þú stendur hér“.
Þá sagði Hjassi frá því, hve töfraður
liann varð af fegurð prinsessunnar, og
hvernig vinur lians og velunnari, hinn
77