Ljósberinn - 01.05.1945, Side 27

Ljósberinn - 01.05.1945, Side 27
LJÓSBERINN En hve hún óskaði sér þess þá heitt, að hún gæti setzt á skemilinn við fætm gömlu frænku og lagt höfuð sitt í skaut hennar og sagt henni allan sinn hug. En þá fannst henni hún vera enn þá óað- gengilegri en liún hafði að jafnaði ver- ið, svo að hún varð að neyta alls þess hugrekkis, sem húri átti, til þess að geta sagt henni allt, sem henni bjó í brjósti. „Þér gremst nú víst ósköp við mig“, mælti hún með tárin í augunum, „en ég hlýt að segja þér eins og er, að við Fritz eruð trúlofuð“. Frænka hennar gerði snöggt viðbragð og alveg sérstakur svipur lcom á hana. En til að koma í veg fyrir mótmæli af henn- ar hálfu, sem hún átti vísa von á, þá flýtti Hedvig sér að'segja: . „Fritz hefur að sönnu ekki mikla at- vinnu, enn sem komið er, en við erum ung og getum beðið betri tíma. Ég hef hugsað mér, ef þér er það ekki móti skapi að kenna ungum stúlkum og viðhafa all- an sparnað, þangað til við seinna —“ Lengra komst hún ekki fyrir gráti. Hún kveið svo fyrir því að þessi tilfinningar- lausa manneskja mundi gera beiska þessa sælustu stund lífs síns! En seinna vissi hún ekki hvernig þetta allt hefði gerzt. Á næsta augnabliki lá hún á hnjánum fyrir fótum frænku sinn- ar, og faldi útgrátna andlitið sitt í skauti liennar, og fann, að hún strauk höndinni blíðlega um hárið á henni. Hún féll al- veg í stafi af undrun, er hún heyrði gömlu jungfrúna tala til sín í svo mildum rómi, sem hún liafði aldrei gert sér í hugarlund, að hún mundi fá að heyra af vörum hennar: „Þangað til þið seinna getið náð sam- an, orðin dauðleið á lífinu, getið eigi lengur glaðzt við lieimilið ykkar, af því að ástir ykkar hafa með ýmsu móti beðið tjón við sorglega reynslu og hörmuleg glappaskot. Nei, barnið mitt, ef þið Fritz eruð sannfærð um, að ást ykkar sé sönn og einlæg, þá skuluð þið ekki bíða, þang- að til æskan er horfin og hin harða bar- átta fyrir tilveru ykkar er búin að svifta ykkur flestum ykkar sæludraumum. Ég skal sjá fyrir því“. „Þú, frænka! Vilt þú lijálpa okkur?“ mælti Hedyig, full iðrunar sakir hinna óvingjarnlegu tilfinninga sem hún hafði alið í brjósti sér til frænku sinnar. „Já, hver ætti annars að gera það? Hver mundi betur geta skilið en ég, hvað það er að bíða, þangað til maður er oi’ð- inn gamall og hai-ðbrjósta?“ Hún talaði liljóðlega, eins og við sjálfa sig. Svo brýndi hún raustina, og þá varð hún aftur hvöss og beisk. „Hefur móðir þín aldrei sagt þér neitt af æskixástum mínum“. „Nei, aldrei!“ „Það er kynlegt! Ég get þó sagt þér, að æskuástir mínar hafa verið mörgum manni brunnur sagna. En hversu ég hef verið smánuð og hlegið að mér, af því að ég hef haldið fast við mína fyrstu ást. Og mörgum finnst það líka allkynlegt“. „Frænka, ekki mundi ég hafa hugs- að þannig“. „Nei, þú ert nú stödd í sömu sporum og ég var — við skulum sjá — fyrir þrjá- líu árum. En ég ætla að segja þér mína fábreyttu sögu. Hiin er á þessa leið: Fegurri, kátari og elskulegri mann er 87

x

Ljósberinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.