Ljósberinn - 01.05.1945, Side 33
„Fyrir hvað var yður refsað?“ spurði
hann alvarlegur á svipinn.
„Fyrir svik“, sagði ég. Þá hnykkti hon-
um við. Hann leit á mig og sagði:
„Hvernig dirfist þér að segja þetta
svóna blátt áfram. Þér skiljið þó lík-
lega, að ég get undir engum kringum-
stæðum falið yður starf við verzlun mína,
fyrst þér eruð dómfelldur svikari“.
„Eg hef lofað fangelsisprestinum mín-
um, að segja alltaf héðan af sannleikann,
hvaða afleiðingar sem það kann að hafa
fyrir mig“, svaraði ég. Ég sá, að hann
varð hrærður. Því næst sagði hann:
„Hafið þér einnig lofað honum því,
að vera alltaf heiðarlegur og trúr héðan
af“.
Er ég hafði svarað spurningu hans
ákveðið játandi, tók hann í liönd mér og
sagði: „Fyrst þér hafið haldið annað lof-
orðið og sagt sannleikann, vona ég að
•þér haldið einnig hitt loforðið og gerist
trúr og dyggur þjónn minn“.
Ég fékk stöðuna, og síðan hefur mér
liðið ágætlega.
Ég er kominn til þess að þakka yður,
herra prestur, innilega fyrir yðar holla
ráð: AS segja alltaf sannleikann“.
SITT AF HVERJU
Grænland — stærsta eyland veraldarinnar — er
2 182 000 ferkm. að flatarmáli.
Fyrsta K. F. U. M.-félagiö var stofnað' í London
6. júní 1844. Stofnandinn, George Williams, var fædd-
ur árið 1821. K. F. U. M. á íslandi var stofnað í
Reykjavík 2. jan. 1899. Séra Friðrik Friðriksson,
stofnandinn, er fæddur 25. maí 1868.
Stytzta leiðin yfir Atlantshaf til Evrópu, sem er
frá New Foundlund til vesturstrandar íslands, er
3000 km.
LJÓ SBERINM
MITTISBANDIÐ
Hann: „Nú er klukkan að siá tólf,
kona góð, og þá er kominn tími til að
hypja sig heim.
Bíddu, góða mín, meðan ég er að binda
mittisbandið utan um sloppinn minn.
Svona, nú er ég tilbúinn. En livað er
þetta? Hver er að toga mig aftur á bak?“
93