Ljósberinn - 01.04.1946, Blaðsíða 3

Ljósberinn - 01.04.1946, Blaðsíða 3
Jesús er upprisinn Já, Jesús er sannarlega uppriáinn. Þannig ávörpuðu menn hverjir aðra í frumkristninni á páskadagsmorgun. Og þannig getum við ávarpað livert annað enn í dag. Og þannig vill Ljósberinn ávarpa sína mörgu lesendur. Postularnir voi-u vottar að Jesú upprisu. Og hann umgekkst þá í 40 daga eftir upprisu sína og Páll postuli segir, að meira en 500 manns liafi séð liann upprisinn. — Já, vissulega er það vottfast, að Jesús er upp- risinn og til himna uppstiginn og situr nú til Föðursins hægri liandar. Trúið Guðs lieilaga orði og byggið líf ykkar á „bjargi aldanna“. Biðjið Jesú að vernda ykkur frá van- trúnni og efasemdunum, sem umkringja ykkur alls staðar, og sem leitast við að ná tökum á ykkar saklausu barnshjört- um. Nú kemur sumarið og náttúran rís af blundi. Grundirnar grænka og vorblóm- in fögru verma sig við geisla vorsólar- innar. Hin himneska sól Drottins, vors Jesú Krists, vill einnig verma ykkar ungu lijörtu með ylgeislmn náðar sinnar, svo þar megi spretta fögur blóm trúar, sið- gæðis og sálarhreinleika. Munið það. Óskar Ljósberinn ykkur svo öllum gleðilegs s.umars í Jesú nafni.

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.