Ljósberinn - 01.04.1946, Blaðsíða 14

Ljósberinn - 01.04.1946, Blaðsíða 14
74 LJ Ó S 13 E RIN N stóð eins. og steingerfingur og starði fram fyrir sig. „Þarna er enn eitt vaxlíkneskið“, sagði Antliony. „Hann er bara vel málaður. Sjá- ið, livað liann er rauður í andliti. Það er auðséð á lionum, að honum hefur þótt góður sopinn. Jæja, gamli. Maginn á þér mætti vera dálítið minni“. „Er það ég, sem þér eruð að tala við?“ spurði „vaxlíkneskið“ og lyfti annarri augnabrúninni. Anthony brökk \ið, cins og býfluga befði stungið liann. „Þökk fyrir! Eruð þér lifandi? Þá verð ég að biðja afsökunar“. „Nú varstu óheppinn“, sagði Jane lilæj- andi. „Þú verður víst að láta þér nægja að vera bara áhorfandi liérna inni, ann- ars endar það með því, að þér verður vís- að út“. „Yæri ekki bezt, að ég stingi alla með títuprjóni, þá kæmi fljótlega í Ijós, hverj- ir væru lifandi?“ Þau voru lengi að ganga um alla sal- ina. Við og við tylltu þau sér á bekk og bvíldu sig, en á meðan sagði Jane ein- liverja sögulega atburði um Cromwell og riddarana, Hinrik áttunda eða Napoleon. Jane kunni vel við sig innan um þessar mörgu sögulegu myndir. Hún gat jafnan greint frá liverju því vaxlíkneski, er þau staðnæmdust við, alveg eins og bún væri liér daglegur gestur. En til mikillar undrunar fyrir þá Jim og Anthony gat lienni líka skjátlast. Á einum stað stóð gamall maður Og studdi sig við staf. Hann bafði brugðið binni hendinni upp að augunum, eins og hann væri að lesa eitthvað. Jane kenndi í brjósti um hann og mælti um leið og þau gengu fram hjá: „Ég sé vel. Get ég ekki lesið þetta fyrir yður?“ Gamli maðurinn lieyrði sýnilega ekki orð bennar. Jane endurtók, að hún vildi gjarnan lijálpa lionum. Nú fóru Antliony og Jim að blæja. „Þú hafðir gott af þessu, Jane. Á ég ekki að lána þér títuprjón?“ Jane varð vandræðaleg. „Eg hélt bann væri lifandi. Það eru tæplega fimm mín- útur síðan ég sá gamlan mann, nákvæm- lega eins búinn, ganga hérna um“. „Já, gainli maðurinn er býsna eðlileg- ur. En veiztu, að ég er glorbungraður. Væri það ekki góð hugmynd að taka upp matarböggulinn og fá sér matarbita?“ „Við eigum eftir að fara þarna niður“, sagði Jim og benti á skuggaleg göng, sem lágu niður í kjallara. „Nei“, sagði Jane ákveðin. „Þarna er ekkert fyrir börn að sjá. Þú verður að bíða með að skoða þennan skelfilega klefa, unz þú stækkar. Við höfum séð margt skemmtilegt í dag“. Jim og Antliony langaði báða til þess að gægjast niður í þennan leyndardóms- fulla kjallara, en þeir báru svo mikla virðingu fyrir Jane, að þeir hlýddu lienni. Skömmu seinna voru þau komin í ljóm- andi fagran skenuntigarð. Þau settust í mjúkt grasið. Þelta var í fyrsta skiptið, sem Jim sá svona stóran og fallegan garð. IJann hafði að vísu mörgum sinnum legið í grasinu í skemmtigörðunum, en æfin- lega í þeim lilgangi að fá sér ofurlítinn blund eftir svefnlausa nótt á götunni. Nú var öðru máli að gegna. Hann þurfti ekki lengur að óttast lögregluþjón, þó að liann gengi fram bjá. Auðvitað var liann svang- ur, en eftir örfá augnablik sagði Jane:

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.