Ljósberinn - 01.04.1946, Side 10
70
LJÓSBERINN
inn töluverðan spöl á undan; reif hún
þá af sér beltið og tætti það sundur, ögn
fyrir ögn og lienti því. Og nú liljóp hún
af ölluin mætti á eftir keppinaut sínum
og orgaði upp í reiði:
„Hvernig getur þér dottið í hug, bónda-
drusla, að ég verði nokkurntíma konan
þín?“
En um leið og hún náði aftur að hlið
lians, lienti liann gulleplinu fram fyrir
liana. Og það glitraði svo í sólskininu, að
hún gat ekki látið vera að taka það upp,
og hún sá, að eitthvað var letrað á eplið,
og liún las:
„Sá, sem leikur sér með mig, verður
aldrei þreyttur“.
Hún fór því í boltaleik með eplið, og
gleymdi kapphlaupinu. En bóndasonur-
inn hélt áfram og kom í mark löngu á
undan henni.
Nú hafði hún tapað og þá varð hún
að giftast sigurvegaranum.
Konungur varð ákaflega glaður og lét
undir eins klæða bóndasoninn í konung-
leg föt. Og þegar prinsessan sá hann í
nýju fötunum, leizt henni alls ekki illa
á hann. Það var slegið upp veizlu og þau
voru gefin saman í heilagt hjónaband. Og
kóngur var svo kátur, að hann lét hleypa
út öllum biðlunum, sem í fangelsi voru,
og halda þeim veizlu áður en þeir fóru
heim.
Bóndasonurinn var sá bezti tengdason-
ur sem kóngur gat hugsað sér. Hann hjálp-
aði til við öll ríkisstjórnarverkin og létti
því mikilli byrði af kónginum.
En hann gleymdi ekki livers vegna hann
lagði í svona mikla hættuför. En það
var til þess að foreldrum hans gæti liðið
vel í ellinni. Og hann sendi eftir þeim,
Vertu lipur
Einu sinni voru tvær geitur, sem voru
á beit sitt hvoru megin við á eina, Dag
nokkurn mættust þær á lítilli brú, sem
lá yfir ána. Brúin var ekki nógu breið
til þess að þær gætu farið báðar yfir
liana í einu. Þær stönzuðu á miðri brúnni
og horfðu livor á aðra. „Ég vík ekki úr
vegi fyrir þér“, sagði önnur þeirra. „Ekki
ég heldur fyrir þér“, svaraði hin geitin
sainstundis. „Ég á eins mikinn rélt á
brúnni eins og þú“, sagði sú fyrri. „En
heldur ekki meiri“, sagði hin. Svona
stóðu þær langa stund og jöguðust; hvor-
ug vildi víkja úr vegi fyrir liinni. Að lok-
um settu þær undir sig hausinn og renndu
sér livor á aðra af miklu afli. — Og hvern-
ig fór þá fyrir þeim? Þær hröpuðu báð-
ar niður af litlu brúnni í ána og drukkn-
uðu. Það var mátulegt.
Varastu það, að vera stífur og ólið-
legur við þá, sem þú umgengst. En vertu
lipur og sáttfús, og þá munt þú verða
elskaður og virtur af meðbræðrum þín
um. Drottinn veitir auðmjúkum náð,
Þýtt. Pétur.
og Iét þau búa í höllinni við allsnægtir.
Og prinstessan lét hann ráða eins og hann
vildi, því nú elskaði hún liann og fann,
hvað stjórnsamur liann var.
Og þegar kóngurinn dó, urðu þau
kóngur og drottning og stjórnuðu ríkinu
vel.
K. B. S. ísl.