Ljósberinn - 01.04.1946, Síða 5

Ljósberinn - 01.04.1946, Síða 5
LJÓSBERINN 65 til beggja handa. Þeir rjúka til og opna hliðið, vængjahurðir, sem ég held að séu stærstu, þyngstu og elztu vængjahurðir í veröldinni. Og nú fyrst sjáum við bæinn, mjóar götur og lág hús, miklu lægri en virkismúrinn. 5,01i kán“ — ég sé hve umferðin er af- skaplega mikil. Fólkið streymir fram og aftur, virðulegir menn í víðum, skósíðum silkikjólum, götusalai-, burðarmenn, vatnsberar, betlarar og börn. Eg sé sölu- palla með alls konar varningi, sem tjald- að er yfir hér og þar á gangstéttunum, °g sölubúðir troðfullar af fólki. Alls stað- ar er is og þys. Og ekkert dregur úr umferðinni, við- skiptunum eða hávaðanum, þó að sunnu- dagur sé, ekki einu sinni á sjálfum jól- unum, — nema á aðeins einum stað í bæn- uni, kristniboðsstöðinni. Og nú sé ég kirkjuturn. Hann er í miðj- um bæ og gnæfir hátt yfir öll lágu húsin. Ef við heyrum kirkjuklukkurnar hringja, þá vitum við að það er sunnudagsmorg- un. Kl. er 9 og sunnudagaskólinn fer að byrja. Og auðvitað sláumst við í för með kínversku börnunum, sem eru á leið til kristniboðsstöðvarinnar, sunnudagaskóla- börnunum. Svo geta þau sagt ykkur til bvers þær eru allar stóru byggingarnar á kristniboðsstöðinni: Þarna eru íbúðarhús kristniboðanna og Eínverskra samverkamanna þeirra. Kirkj- una þekkið þið á turninum. Hinum meg- tn við götuna er stór bygging í útlendum •tfl, það er sjúkrahúsið. Og loks eru svo skólahús, en þau eru mörg. Þessar byggingar benda til þess hvað Eristniboðar gera: Þeir kenna, prédika og l®kna. — Þið munið sjálfsagt hvað Jesús gerði? „Hann ferðaðist um allar borg- irnar og þorpin, kenndi í samkomuliús- um, prédika'öi fagnaðarboðskapinn mn ríkið og lœknaöi hvers konar sjúkleika“. Hann var sjálfur fyrsti kristniboðinn og þetta gerði liann. Og þessu verki hans halda nú tugir þúsunda kristniboða áfram í heiðnum löndum. Þeir prédika, kenna og lækna, eins og liann. Nú hröðum við okkur inn í kirkjuna, því sunnudagaskólinn er byrjaður og börnin farin að syngja. Við setjumst á aftasta bekk og tökum vel eftir öllu. Og úr því að við höfum lært kínversku, þá tökum við undir og syngjum með. Þið vitið öll hvað sunnudagaskóli er? Þar er börnum kennt að syngja fallega söngva um frelsarann, þau eru frædd um hann svo að þau geti elskað liann, trú- að á hann og beðið til hans, og orðið sann- ir lærisveinar hans. Við heyrum það fljótt, að kínversk börn syngja ekki vel, en þau syngja liátt, sum þeirra alveg afskaplega liátt. Og þau fylgjast vel með, þegar verið er að segja þeim frá Jesú. Qg ég. tala nú ekki um þegar farið er að úthluta sunnudagaskóla- myndunum, (litlum fallegum myndum íir lífi Frelsarans, en aftan á þær er prent- uð ritningargrein, minnisvers, sem böi-nin eiga að læra utan að), — þá eru allar liendur á lofti. Smn barnanna liafa ofurlitla „stúdents- húfu“ eða skólahúfu á höfðinu. Það eru þau, sem ganga í barnaskóla. Hin eru miklu fleiri, sem ekki hafa slíka liúfu. Það stendur nefnilega þannig á því, að aðeins 20 börn af hverju 100 ganga í skóla. Hugsið ykkur það, að af öllum þeim milljónum barna, sem eru í Kína,

x

Ljósberinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.