Ljósberinn - 01.04.1946, Blaðsíða 19

Ljósberinn - 01.04.1946, Blaðsíða 19
LJÓSBERINN 79 Skrítlur. Frii (við vinnukonu): „Ef ég sé póstinn nokkurn tnna kyssa þig framar, þá fer ég ai) taka á móti bréf- nnuni sjálf“. Vinnukonan: ,.1’aó er ekki til neins fyrir yður. Hí að hann hefur lofað að kyssa engar aðrar en ntig“. Arni: „Ert þú kunnugur henni ungfrú Fínu?“ Bjurni: „Ojá, við lékum okkur saman þegar við 'orum börn. I'á vorunt við jafngömul, en nú er hún orðin 10 árum yngri eri ég!“ KaupmaSur (kemur inn á lögregluskrifstofu): „Eg ®tla að láta ykkur vita það, að ég hef nú fundið órið, sem ég hélt að liefði verið stolið frá mér í gær". Lögregluþjónn: „Æ, hvaða vandræði eru þctta: Eg var einmitt kominn vel á veg með að finna þjófinn". Gestur: „Ég sé þarna á auglýsingu, að bannað er !|ð tuka við þjórfé á þessum veitingastað“. Pjónn: „Ojá, lierrá minn. Svo er nú það. En þér tnunið líklega, að það var bannað að borða epli í aldingarðinum forðum — en hvernig fór?“ ÉRFITT AÐ SVARA. Vegna skorts á herbergjum í gistihúsum bæjarins Oeyddust tveir ferðamenn til að sofa saman í herbergi. „Hrjótið þér?“ spurði annar ferðamaðurinn her- bergisfélaga sinn. „Eg veit það eiginlega ekki“, var honum svarað( „eg hef aldrei getað vakað svo lengi, að ég heyrði það“. Sigrijiur: „Hvaða minjagrip hafið þér þarna í nist- inu?“ Guðrún: „Það er liárlokkur af manninum mínum“. SigríSur: „En þér hafið manninn hjá yður enn þá“. Guðrún: „Já, en hárið hans er farið fyrir löngu“. Bréfavi&skipti. Guðfinna Ásta Sigmundsdóttir, Hornbjargsvita, N.- *S(*fjarðarsýslu óskar eftir aó komast í bréfasamband V|ð pilta eóa stúlkur á aldrinum 15—18 ára, hvar sem er á landinu. Sigurður Þorsteinsson, Selsundi pr. Fellsmúli, óskar <dtir bréfasambandi við pilta eða stúlkur 13—18 ára, bvar sem er á landinu. Æskilegt væri að mynd fylgdi bréfum, |>ó er það ekki skilyrði. Það voru germanskar þjóðir, sein kenndu Róm- verjum að nota sápu. Áður höfðu Rómverjar baðað sig sápulaust, og smurðu þeir sig með ihnolíum eft- ir baðið. I stað sápu var stundum notuð fíngerð aska til hreinsunar. Nú þykir sápan algerlega ómissandi meðal menningarþjóða. Bækur Jóns Sveinssonar — um Nonna — hafa verið þýddar á 29 tungumál. Jón Sveinsson hef- ur flutt yfir 5000 fyrirlestra um Jsland í Evrópu, Ame- ríku og Asíu í Bandaríkjunum deyja árlega uin 50 000 manns úr krabbameini í maga. Kristin trú var lögtekin hér á Jandi árið 1000. — Siðbótin komst á árið 1541 á Suðurlandi en 1551 á Norðurlandi. Á meðal þjóðflokks eins á Filippseyjum, er til sá greftrunarsiður að berja þá, sem eru viðstaddir greftrunina, svo að þeim líði eins og ættingjum Jiins látna! Það er sagt um Asíubúa, að þeir séu m. a. að því leyti ólíkir Evrópumönnum, að þeir njóti liljóð* færasláttar með gerólíkuin liætti en við. I Evrópu er hljóðfæraslátturinn til þess ætlaður að rjúfa þögn og tómleika. En í Asíu er bann til þess að Inia hlustendur undir þá þögn, sem á eftir honum kemur. Þar í álfu er hávaði því hafður til þess að meira heri á kyrrðinni!

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.