Ljósberinn - 01.04.1946, Síða 18
78
LJÓ SBERINN
eJíiamma fiífa
Hér situr „mamma“ létt í lund,
lífinu fagnar þessa stund,
umvafin sól og baldursbrá
„barninu“ sínu heldur á;
gle'Sibros hýrt á hvörmum skín:
„Hér er nú ég og briiSan mín!“
og mændi árangurslaust, því skapverrí
varð liún. Hún var búin að steingleyma
því, að einn fagran septembennorgun
kom hún niður þenna þráð. Hún mundi
heldur ekki eftir því, liversu mikið gagn
einmitt þessi þráður bafði gert, þegar vef-
urinn var spunninn og stækkaður.
Ollu þessu var kóngulóin búin að
gleyma. Ilún sá aðeins, að hér var gagns-
laus þráður, sem engan enda virtist liafa,
en lá bara beint upp í loftið.
„Burt með þig“, sagði kóngulóin, og
í einu biti klippti hún þráðinn í sundur.
Á samri stundu lét netið undan —
listofni vefurinn féll saman — og þegar
kóngulóin kom aftur til sjálfrar sín, lá
hún á meðal þyrnanna, með netið eins
og blautan klút um höfuðið.
Á einu augabragði hafði hún eyðilagt
vegsemd sína — því að hún skildi ekki,
hvaða gagn þraSurinn aS ofan gerði.
Pétur Bingó þýddi.
Vilhjálmur litli.
Einu sinni var lítill drengur, Vilhjálm-
ur að nafni; hann gekk í skóla.
Eitt sinn er hann kom heim í miðdeg-
isleyfinu, borðaði hanri meira af miðdeg-
isverði sínum en venja var til. Þá spurði
móðir hans hann, hvernig á því stæði, að
hann borðaði meira en venja var til.
„Ég veit það! Ég veit það!“ sagði
Adolf, yngri bróðir hans. Síðan laut liann
niður að móður sinni og hvíslaði: „Vii-
hjálmur gaf fátækum dreng morgunverð
sinn“.
Vilhjálmur roðnaði, en móðir hans
sagði: „Þú ert góður drengur, Vilhjálm*
ur minn, og ég skal framvegis láta þig
fá bita handa fátæka drengnum“.
S. H. Þ. þýddi.
&