Ljósberinn - 01.04.1946, Blaðsíða 4

Ljósberinn - 01.04.1946, Blaðsíða 4
64 LJÓSBERINN ÓLAFUR ÓLAFSSON: FRÁ KÍNA Einu sinni varð ég, á ferðalagi í Kína, samferða litlum blindum dreng. Ég get ekki lýst því, hve mig tók það sái't, að liann skyldi vera blindur og ekkert gela lært og ekkei-t geta gert, ekki einu sinni leikið sér með öðrum börnum. En liann var þó furðu kátur og skemmtilegur þessi drengui', eins og kínvei'sk böi'n eru. Og honum þótti gaman að því, sem ég sagði honum frá „Ai-si-lan“, — Islandi, að börn þar væru yfirleitt bláeygð og bjart- lxærð, drengir klæddu sig í buxur en stúlkur í kjóla. Ilann varð svo undrandi að liann ætlaði varla að trúa því. — I Kína er þetta alveg öfugt, bæði livað lit- lit snertir og klæðnað. Þar eru öll börn svarthærð og dökkeygð, drengir í síðurn kjól en stúlkur í buxum. Og þó trúði liann mér, kinkaði kolli í hvert skipti, sem liann fékk að heyra eitthvað nýstárlegt og sagði: „Oh kán, oh kán“ — „ég sé, ég sé“. „Oh“ þýðir nefnilega ég, en „hán“ þýðir sé. Langar ykkur nú ekki til að læra þessi tvö kínversku orð? Þið skuluö liafa þau upp eftir mér þi'isvar sinnum, belzt svo hátt að ég geti heyi't það. Öll nú: Oli-kán. Oli-kán. Olx-kán. — Ágætt. Þið sögðuð það alveg rétt. Nú er ykkur óhætt að segja pabba og mömmu að í þessum barnatíma liafið þið lært kínversku!* * Frásögn þcssi var upphaflega flutt í barnatíma útvarpsins. Ég vildi óska að ég gæti nú sagt ykkur svo skemmtilega og skýrt frá Kína, að þið segðuð eins og blindi, kínverski drengur- inn: Ég sé — „Oli kán. Olx kán“. Á bökkuxn Hanfljótsins, röska 700 km. fyrir norðan Hankow, höfuðborg Mið- Kína, er stór bær sem lieitir Laohokow. Þangað ætla ég nú að fara með ykkur. Þið skuluð ráða því sjálf hvaða leið eða hvernig þið ferðist til Hankow. En þegar við erum komin þangað, þá verð- um við að notast við kínversk farartæki. Og það er svo sem ekkert neyðarúrræði. Þið getið valið það sem ykkur fellur bezt: Flatbotnaðan fljótbát, eða burðarstól, best, múlasna, asna, eða jafnvel úlfalda, uxavagn, handkerru, eða hjólbörur, seiu líka eru notaðar til fólksflutninga í Kína. Það má búast við að það fari allt að því mánuður í þetta ferðalag, frá Hankow lil Laoliokow. En nú gerum við ráð fyr- ir að við séum komin til Laohokow. Láti ég aftur augun get ég alveg lýst því fyrir ykkur, livernig liann lítur út þessi gamli kínverski bær, sem er mér svo kær, af því að þar lief ég unnið að kristni- boði. Og nú læt ég aftur augun og sé margra mannhæða báa múrana, virkið, kringum allan bæinn, og skörðin og skotaugun efst á múrbrúninni. Og þegar við nálgumst virkishliðið, þá sé ég vopnaða varðmenn

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.