Ljósberinn - 01.04.1946, Blaðsíða 16

Ljósberinn - 01.04.1946, Blaðsíða 16
76 LJÓSBERINN okkur þykja skemmtilegir sumarleyfis- dagar. Bara tveir dagar voru þar til „Bliie Jacket“ sigldi. Jim elti Anthony hvert sem hann fór. Hann var í herberginu hang til þess að hjálpa honum að pakka niður, eins og Anthony sagði. Anthony átti hlátt sjókoffort með traustum lás fyrir. Það var ekki mikið í því, en það var gaman að skoða það, sem í því var. Þar var flaska með fallegu, litlu skipi innan í. Merki- legast af öllu var, að skipið hafði bæði rá og reiða, þó að flöskustúturinn væri svo mjór, að það gæti ómögulega gengið niður um liann. Jim fannst þetta óskiljanlegt. „Þú getur liugsað um þetta, þangað til ég kem aftur. Getirðu þá sagt mér hvernig skipið hefir verið sett í flöskuna, máttu eiga það“. Það voru fleiri sérkennilegir lilutir í koffortinu, t. d. rýtingur, en haldið á hon- um og slíðrið var úr lireindýrabeini, og mjög fagurlega útskorið. Rýting þennan liafði Anthony keypt hjá Lappafjölskyhlu lengst norður við lieimskautsbaug. Þá var þarna fallegur silkivasaklútur frá Tyrklandi. „Unnusta mín á að fá hann“. „Átt þii unnustu?“ „Nei, en ég ætla að eignast hana. Þú getur verið viss um, að það skal verða yndileg stúlka. Þegar við giftum okkur, skal ég bjóða þér í brúðkaupsveizluna, Jim“ Jim varð svo skringilegur við þessar upplýsingar, að Anthony gat ekki varizt hlátri. „Þú þarft ekki að óttast að ég yfirgefi þig strax. Þetta var í rauninni bara spaug. Áður en ég fer út á sjóinn vil ég biðja þig að lofa mér tvennu, Jim. Þú verður að lofa mér því að yfirgefa ekki Jane. Vertu henni góður. Hún er svo einmana og þarfnast vináttu. En þú gerir það jafnframt sjálfs þín vegna að vera kyrr hjá lienni. Farir þú aftur út á götuna, er ég hræddur um framtíð þína. Viltu taka í hönd mína og heita mér þessu að viðlögðum drengskap þínum?“ Jim var mjög hrærður, þegar liann rétti Anthony litlu, óhreinu hendina. Það var þó sannarlega gott að eiga vin, sem þótti vænt um mann og vildi manni vel. Og það var ánægjulegt að geta gert honum greiða. Fyrst núna fannst honum vinátta þeirra Anthonys vera traust og varanleg. Um kvöldið, þegar hann var háttaður í kanínuskúrnum, lá liann lengi vakandi og lét sig dreyma fagra framtíðardrauma. Það var bjart úti og hann átti erfitt með að sofna. Silfurskin mánans slreymdi inn um gluggakrílið, yfir rúmið og upp á veggina. Allt í einu varð honum litið á mynd- ina af Alexöndru prinsessu. I sindrandi tunglsljósinu virtist hún brosa og kinka til lians kolli. Hrifinn horfði hann lengi á myndina, þar til svefninn lokaði brám lians. Og hann sofnaði með þá öruggu trú í huga, að þrátt fyrir allt yrði framtíðin björt og fögur. Framh.

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.