Ljósberinn - 01.08.1946, Blaðsíða 4

Ljósberinn - 01.08.1946, Blaðsíða 4
140 LJÓSBERINN — Þá býr mér boj‘5 frammi fyrir fjendum mínum. Jesús sagði: — Ég er brauð lífsins; þann mun ekki hungra, sem til mín kemur. Jóh. 6. — Þá smyr höfu'S mitt me5 olíu. Jesús sagði: — Þetta hef ég talað til yðar, til þess að fögnuður minn sé hjá yður og fögn- uður yðar fullkomnist. Jóh. 15. — Bikar minn er bannafullur. Jesús sagði: — Hvað sem þér biðjið um í mínu nafni, það mun ég gera. Jóh. 14. — Já, ga’fa og náð fylgja mér alla œvi- daga mína. Jesús sagði: — Leitið fyrst guðsríkis og hans rétt- lætis, þá mun yður veitast allt þetta að auki. Matt. 6. — Og í húsi Drottins bý ég langa œvi. Jesús sagði: — Ég fer burt að búa yður stað, og þegar ég hef búið yður stað, kem ég aft- ur og mun taka yður til mín, til þess, að þér séuð þar sem ég er. Jóh. 14. Jesús Kristur er góði hirðirinn. — Það sem Drottinn var Davíð, er Jesús hverri sál, sem á hann trúir. Herra, vertu hjá mér, hulla tekur degi; aldrei fórstu frá mér förnum lífs á vcgi; þakka eg þér af hjarta þegna náð' að vanda; lát þitt ljósið. bjarta lífga mig í anda. Bjarni Jónsson. Sigið í bjarg. Landið þitt A þig sumarsólin saumar grœna kjólinn, mœra móðir fjalla, má það gleðja alla, þá, sem þakka kunna — þá, sem fegurð unna. Allra augu stara als þíns barnaskara, á þig ski úði skrýdda, skœrum motri prýdda, hásal himins undir, hlýjar sólskins-stundir. B. J.

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.