Ljósberinn - 01.08.1946, Blaðsíða 9

Ljósberinn - 01.08.1946, Blaðsíða 9
LJÓSBERINN 145 T3ÁN Stormurínn hveín og öskraði í reiðan- Um á litlu fiskisnekkjunni, þar sem hún liálsaði holskeflurnar og risti brunandi, brimlöðrandi bylgjudalina að gamal- kunnum leiðum út á fiskimiðin. Á söltu sjómannsmáli var þetta „skítug" foráttu- veðursnótt í há-skammdeginu á árinu 1914—'15, við strendur Englands. Skýjaklakkar þyrluðust fyrir tunglið, en við og við brutust geislar þess gegn- Um bólstraþykknið og vörpuðu silfur- björtum rákum á önnur fiskiskip, er ösl- uðu áfram í sömu erindum. Á hverjum bát var 6 eða 7 manna skips- höfn. „Svalt var enn á sævi-óalegir sjóf- ar • Vos og svalk var arfleifð þessara hugrökku manna, sem staðið höfðu í þrotlausu erfiði frá dagrenningu við fjörumaðksmokstur og skelfiskstekju í kyrru grunnsævi í víkum og vogum við ströndina, þar sem helzt var skjól og var fyrir brotsjqum hafsins. Þá tók við úr- taka og beiting-langra, önglaþéttra lóða í hankir. En það varð að gera með mestu vandvirkni, svo ekki flæktist lóðin, þegar iagt var. Þessu næst skyldi öllu þessu vera komið um borð í bátana og því öllu lokið fyrir rökkrið, en þá skyldu lóðirnar iagðar á djúpmiðin. Oftast voru sjómenn- irnir allar nætur á sjónum og eigi leitað til lands fyrr en með aftureldingu með aflann. Og það var ekki fyrr en búið var að selja hann á fiskmarkaðinum í þorpinu °g „gera að línunni", . a'ð sjómennirnir 8atu horfið heim til sín, og fengið sér fuglsblund, eftir 36 stunda hvíldarlaus- an eril og vökur. En með öllu þessu sýndu þeir hver öðrum virðingu og viðurkenn- ingu, þegar fiskiflotinn brunaði í kapp- siglingu fram á miðin. Bræðralagið á sjónum krafðist ekki einungis þrotlausr- ar og skefjalausrar vinnu, heldur hetju- lundar og hugrakks hjarta til þess að mæta hinum síyfirvofandi hættum á djúpunum. Slíkar hættur voru ætíð grimmdarfullar og uggvænlegar, en á annarri eins nótt og þessari voru þær hundrað sinnum háskalegri. Háskalegur (Sgnarvoði var á sveimi á sjónum. I við- bót við löðrunga hins heiftaróða sjávar- guðs, hinnar undurförulu og lævísu þoku og öskrandi veðragnýs, bættist nú við hættan, sem stafaði af „litlu, svörtu kúl- unni", sem ekki sást þá stundina, sem hún stakk sér í bylgjulöðrið. En þegar hún kom í ljós, gat hún komið hugprúð- asta hjarta til að slá hraðar, eða gugna alveg. Þetta illyrmi lá þarna í fyrirsát undir sjólokunum og var þrungið svo miklu sprengiefni, að nægði til að sökkva stærð- ar skipi á örfáum augnablikum. Slík var ógnar-hættan og skelfingin, sem af tund- urduflunum stafaði, hvort heldur sem þau láu við festar eða voru á reki. Þegar bátarnir lyftust og hnigu á bár- unum, horfðu tvö arnhvöss augu undan sjóhattsbarðinu hjá hjálmunvölnum á hverjum einasta bát. Þau horfðu rann- sakandi út yfir djúpin, ef vera kynni að einhver óvinurinn væri nálægur, eða' kæmi í ljós. Líf og öryggi félaganna valt

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.