Ljósberinn - 01.08.1946, Blaðsíða 16

Ljósberinn - 01.08.1946, Blaðsíða 16
152 LJÓSBERINN sendi það silfurbjarta geisla niður á The Pool. Gegnt Westend gnæfði svartur Towers-turninn, og hvelfing St. Pauls- kirkjunnar líktist grísku hofi, sem var hátt fyrir ofan hin sótugu þök. Báturinn gekk vel í áttina til Lime- house. Jim þótti líkt og bráðið silfur drypi af árunum við hvert áratog. Þegar þeir voru um það bil hálfnaðir, sáu þeir allt í einu hraðskreiðan, lítinn bát koma á móti sér. I bátnum voru fimm menn. Við stýrið sat stór, sterklegur mað- ur með hvítt hálslín og borðalagða húfu og ermar. Maður sá, er sat við stefnið virtist vera lögregluþjónn. „Nú á að ..." „Blótsami-Jens" saup hveljur. Hann flýtti sér að henda skál- inni og fiskleifunum útbyrðis. „Þetta er hafnarlögreglan. Nú verður þú helzt að hegða þér eins og þú værir bæði heyrn- arlaus og málaus. Þú segir ekki f rá neinu, skilurðu það. Ef þú segir nokkuð, skal ég siga „King" á þig". Lögreglubáturinn færðist nær. „Stanz- ið! Það er lögreglan. I hvaða erindum eruð þið hér?" „Við rérum með nokkra ferðalanga yfir til Greenwick, hr. lögrégluþjónn, og erum nú á heimleið". „Jæja. Eg held við ættum að rannsaka bátinn. Inn með árarnar". Lögregluþjónninn rannsakaði bátinn hátt og lágt. Á meðan yfirheyrði stýri- maðurinn á lögreglubátnum þá félaga og skrifaði svörin í vasabók sína. Jim vildi helzt segja satt frá öllu, en húsbóndi hans sendi honum af og til þýðingarmikil augnatillit, er minntu hann á hvers biði hans, þegar heim kæmi, ef hann fleipr- aði frá. En Jim var alltaf í nöp við lög- regluna. Þó að hann vildi gjarnan, að húsbóndi sinn fengi verðskuldaða ráðn- ingu, óskaði hann þess samt sem áður, að lögregluþjónninn fyndi ekki katta- pokann. Lögregluþjónninn varð að viðurkenna sér til mikillar gremju, að ekkert ólög- legt væri að finna í bátnum. „„Blótsami-Jens"! Þú getur verið viss um, að við höfum augastað á þér. Þú færð að fara frjáls ferða þinna, en hafðu bara hægt um þig í framtíðinni, það er bezt fyrir þig sjálfan". Lögreglubáturinn hélt sömu leið til baka. En „Blótsami-Jens" og drengurinn réru hægt í áttina til Limehouse. Daginn eftir fékk Jim skipun um að fara með kettina til gistihúss Chong Chus, sem var þekkt kínverskt veitingahús. I stórborg eins og London eru einstök hverfi, þar sem allir íbúarnir eru frá sama landi. Þar eru t. d. Gyðingahverfi, Italahverfi o. s. frv. Kínverjarnir eru í Limehouse. Göturnar í þessu hverfi eru mjög þröngar og krókóttar. Húsin báru það með sér, að hending ein hafði ráð- ið því, hvar þau voru byggð. Götuhliðar og gaflar húsanna voru í margs konar hlykkjum. Yfir allt hverfið lagði þef af biki og tjöru. Stæði maður kyrr dálitla stund við éinhvern af hinum skemmti- legu sýningargluggum verzlananna, myndi m"aður komast að raun um, að vörurnar væru fyrst og fremst miðaðar við þarfir sjómannanna. Flestar göturn- ar liggja líka niður að skipasmíðastöðv- unum og til hinna miklu kaðlaverksmiðja, sem um aldaraðir hafa birgt enska skipa- flotann upp með kaðla. Jim las víða nafn eins og Chin, Chu,

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.