Ljósberinn - 01.08.1946, Side 6

Ljósberinn - 01.08.1946, Side 6
142 LJÓSBERINN „Þér skuluð ekkert fást um það“, sagði læknirinn í gamni, „liann sonur yðar liefir lofað að sjá um það“. Veslings fátæki fjósamaðurinn sneri þá vandræðalegur húfunni sinni milli lianda sér, hneigði sig djúpt, þakkaði og fór leiðar sinnar. Andrés litli hafði nú með dugnaði sín- um og einbeittri framkomu vakið á sér mætur og traust læknisins. Hann réð hann síðar í þjónustu sína og varð hann hús- bónda sínum næsta þarfur. Hann liafði nú einu sinni lofað að borga lækninum fyrir það, að liann hjálpaði föður lians á neyðartíma; nú gafst honum líka færi á að efna þetta loforð sitt. Nokkrum árum eftir að þetta gerðist fór læknirinn út í sleðaferð og hafði Andrés með sér. Ferðinni var heitið út á búgarð nokkurn utan bæjar; var það tveggja mílna leið; leiðin lá yfir engi, sem lagt var ísi, en á féll eftir því miðju. Þetta var á útmánuðum; hlákur liöfðu gengið marga daga og ísinn því orðinu veikur og varasamur á ánni. Er komið var að bakkanum fyrir handan, þá sveik ísinn, og allt féll niður um hann: menn og liestur og sleði á bólakaf. En þá var það Andrés, sem reyndist svo ótrúlega snarráður, að honum tókst að bjarga bæði húsbónda sínum og liesti hans. „Það verð ég að segja, að þetta var rösklega af sér vikið“, sagði læknir við Andrés, er hann hafði borið hann á land á styrkum örmum. „Þetta er ekki annað en afborgun af gömlu skuldinni minni“, sagði Andrés og var hinn ánægðasti. „Hvað áttu við?“ spurði læknirinn. „Ég hét því einu sinni, að ég skyldi borga yður fyrir hann föður minn, þegar ég væri orðinn stór“. „Jæja, svo að skilja, Andrés, en þá þarftu ekki að kalla þetta afborgun, því að nú ertu búin nað borga bæði liöfuð- stólinn og vextina“. Andrés varð gagntekinn af þakkláts- semi og gleði, vegna þess að honum hafði nú gefist færi á að bjarga húsbónda sín- um frá drukknun. En er læknirinn var kominn heim til sín, þá hugsaði hann með sér: „En livað Guð stýrir öllu dásamlega! En liversu glöggt sýnir hann oss ekki, að einn maður getur ekki án annars verið. Einn getur að loknu margra ára starfi safnað sér þekkingarforða, svo að honum tekst stundum að bjarga mannslífi eða lina þjáningar; öðrum er gefið snarræði og handafl, og getur með því frelsað sig og aðra frá bráðum dauða. Fyrst Drottinn hefir nú hagað þessu svona, livers vegna erum við þá að deila á leið- inni, í stað þess að kannast við, að einn getur ekki án annars verið, heldur erum vér allir börn hins sama föður og heyr- um til hinni sömu kynslóð.“ Læknirinn hafði aldrei íhugað þetta fyrr; upp frá þessu fór hann að taka sér meiri og meiri tíma til að lesa orð Guðs. Og þar fann svar við margri spurningu — mörgu „hvers vegna?“ Honum skild- ist, að syndin og sjálfselskan var orsök allrar misklíðar manna; þeirri orsök varð því að rýma burt. En hvernig átti að fara að því? Hann hélt áfram að rannsaka heilaga ritningu, og lærði af því að leita til hans, sem segir: „Komið til mín, allir þér, sem erfiðið og þunga eruð hlaðnir, og ég mun veita yður hvíld“.

x

Ljósberinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.