Ljósberinn - 01.02.1949, Qupperneq 18

Ljósberinn - 01.02.1949, Qupperneq 18
14 LJ ÓSBERINN vegna reið hann að tjaldinu, sem næst var og spurði, livort liann gæti fengið að tala við höfðingjann. Höfðinginn tók vel á móti honmn, og prins- inn sagði homun sömu söguna og hann hafði sagt Darsusi, Hajar höfðingi var gestrisinn og bauð prinsinum að vera hjá sér svo lengi sem hann vihli, sagði, að })að væri sér inikil ánægja að hýsa svo tiginn gest, og bað hann að bjóða sér enga borgun, Prinsinn var nú hjá Arabahöfðingjanum í góðu yfirlæti. Hann fór ineð lionuin á veið- ar á (laginn, en á kvöldin sögðu þeir Jiver öðrum sögur og ævintýri. Og prinsinn kunni vel við sig meðal sona eyðimerkurinnar. En eftir nokkrar vikur fór hann að verða |>ess var að fólkið fór að verða fálátt við Jiann, án þess að liann vissi nokkra ástæðu til þess. Dag nokkurn sagði svo gamli liöfðinginn við liann: „Sonur minn! Þú hefur víst tekið eftir ]>ví, að fólk mitt tók vel á móti þér og það liefur verið þér þakklátt fyrir þá ánægju, sem það hefur liaft af sögunt þínum og ævin- týrum. Og það óskar nú eftir að þú setjist liér að. En við lifum ekki liér eingöngu til að skemmta okkur. Því miður er alvaran oft nokkuð' nærri. Eins og til dæmis núna. Það verður víst ekki undan því komist að stríð lirjótist út á inilli okkar og tveggja nágranna- ríkja. Fólk mitt hefur stungið upp á því, að þú takir að þér foryztuna fyrir einu herfylki. En ég veit ekki hvernig á því stendur, það virðist nú vera farið að efast urn kjark þinn og hetjumóð. En aðeins hetjur geta stjórn- að sonuin eyðimerkurinnar í stríði. Sjálfur á ég engan son, og vildi ég |)ví gjarnan taka þig í sonar stað. En ég verð fvrst að biðja þig að sýna fólki mínu einhverja lietjudáð. Af einhverjum ástæðum hefur einn höfðingi rekið spjót sitt niður utan við þorp sitt. Það er eins og liann sé að ögra okkur til að sækja það. Þetta er það sem þú verður að gera. Þess er ekki gætt af mönnum, en að eins af einu af stríðsljónum hans. Hræddu það eða dreptu það og færðu okkur svo spjótið. Þá verður })ú með lieiðri tekinn inn í okkar kyn- [)átt, sem stríðsmaður og tilvonandi höfðingi“. Agíb sagði ekki eitt einasta orð á meðan höfðinginn talaði. En þegar iiann var orð- inn einn, gekk hann lil hestsins, sem Araba- höfðinginn hafði Iátiö liann liafa til umráða, strauk lionuni og klappaði, því jafngóðan hest hafði hann aldrei þekkt. Síðan steig hann á bak sínum eigin hesti og vfirgaf Araba- þorpið. — — — Arabarnir liéldu, að liann liefði riðið á stað til að sækja spjótið. En það var alls ekki ætlun lians. Hann bara reið og reið eitt- livað út í bláinn, þar til loks að hann var kominn út úr eyðimörkinni. Þar var liann kominn inn í gróðursælt og fagurt land. Þar kom hann að afar fögrum garði, sem var skreyttur trjám og blómum. Og inni í miöj- um garðinum var stór og glæsileg höll. Hann reið heim að höllinni. Þar sat eigandi hallarinnar, sem var ríkur emír, og hjá hon- um sat dóttir hans, fögur og hraustleg. Hár liennar var eins og glansandi gull. Hún hél Perísída. Hér var prinsinum tekið með mikilli gest- risni. Hann var leiddur í gegnum mörg skraut- búin herbergi, þar til komiö var inn í stóra

x

Ljósberinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.