Ljósberinn - 01.02.1949, Blaðsíða 39

Ljósberinn - 01.02.1949, Blaðsíða 39
LJÓSBERINN TILKAUPENDA LJÓSBERANS Vegna sívaxandi dýrtíðar er nú svo komið, að ég sé mér ekki fært að gefa blaðið nl með 10 króna verði framvegis. Jafnvel eflir að blaðið bækkaði nr 5 krónum upp í 10 krónur, nægðu ekki áskriftagjöldin lil að borga kostn- aðinn. Þá befði blaðið í raun og veru þurft að hækka upp í 15 krónur. Allur kostnaður við útgáfu blaðsins liefur 4—5 faldast frá því sem bann var fyrir stríðið. En ég var alltaf að vona, að dýrtíðin færi að minnka, eftir því sem lengra liði frá stríðslokum. En því miður hefur ekki reynst svo heldur þveröf ugt. Nú um áramótin varð ég að velja um tvennt: Að hætta við útgáfu blaðs- ins — eða að liækka verðið. Ég lief tekið síðari kostinn að hækka verðið og verður áskriftargjaldið þ\'í þetta ár 15 krónur Mér þykir þetta leiðinlegt, kæru kaupendur, en ég bið alla þá, sem <>khi sjá sér fœrt að kaupa bldSiS fyrir þetta verð, aS endursenda 3. tbl. fiegar þaS kemur. En jafnframt þessu lief ég ákveðið, að hvert blað verði framvegis 20 blaS- síður og alveg sérstakt jólablaS aS auki — árgangurinn 240 blaðsíður - til að tryggja það, að eftir sem áðnr verði Ljósberinn ódýrasta barnablaðið, miðað \'ið lesmál. ICæru kaupendur! Ljósberann langar til að halda áfram að koma til ykkar. Hann vonar að þið sjáið ykkur fært að greiða honum þetta hærri lífeyrir en verið liefur. Hann hefur engan annan en vkkur að styðjast við, í veraldlegum efnum. Ef þið þekkið börn, sem ekki fá Ljósberann en langar til að sjá Iiann, þá gerið svo vel að skrifa mér; þá skal ég senda þeim blöð ti! reynslu. Ljósberann langar lii að kynnast öllum íslenzkum börnum til að geta sagt þeim frá frelsaranum Jesú Kristi. Að endingu þakka ég hlýliug þann, sem þið hafið alltaf sýnt Ljósberanum. Utanáskrift: Harna blaSiS Ljósberinn, Pósthólf 304, Reykjavík. Vinsamlegast K CL/z cm

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.