Ljósberinn - 01.12.1960, Blaðsíða 6

Ljósberinn - 01.12.1960, Blaðsíða 6
MÁTTUR JÓLAIMIMA * t t * * jclaóaga * ☆☆☆☆☆☆★☆☆☆☆☆☆ En sá gangur í fuglunum! Þeir komu þjót- andi utan úr skógunum og högunum og sett- ust að í þorpinu, kvökuðu og skríktu, börðu vsengjunum og kröfsuðu snjóinn. Það stóð svo á því, að nú var jólakvöld. Á því kvöldi verða allir svo brjóstgóðir og gera hver öðrum allt svo hátíðlegt sem þeir geta. Hjarta þeirra opnast þá ekki eingöngu fyrir meðsystkinum þeirra, heldur fá skepnurnar þá líka að sjá og reyna, að mennirnir fagna boðskapnum, sem jólin flytja. Þá fær hver skepna nóg að eta. Smáfuglunum er þá ekki gleymt. Til þeirra er fleygt korni og brauð- molum. En þó eru til mannleg hjörtu, sem jólin geta ekki vermt. Þau eru einhverra hluta vegna orðin svo köld. Dórótea Williams var ein af þessum kald- brjósta manneskjum. Ekki var það þó af því, að hún hefði ekki nóg að bíta og brenna. Hag- ur hennar var góður. Hún hafði erft búgarð- inn eftir foreldra sína. Jörðina seldi hún að vísu, en í húsdnu bjó hún og var þar ein síns liðs. Þegar hún var ung stúlka varð hún fyrir sárum vonbrigðum. Hún lofaðist fátækum vinnumanni móti vilja foreldra sinna. Hann komst í vinnumennsku í næstu sókn. Þar komst hann í kynni við unga „vdnnustelpu", eins og Dórótea kallaði hana, varð ástfanginn af henni og skilaði Dóróteu hringnum aftur. Þetta sveið henni sárt, því að hún unni hon- um fölskvalaust og svo særði þetta líka hé- gómagirni hennar. Henni fannst, eins og allir mundu hafa sig að skopi. Af þessu varð henni gramt í geði við alla og sérstaklega við hann, sem brugðið hafðá trúnaði við hana. Og það var ekki laust við, að það gleddi hana, að hann átti mörg börn með konu sinni og varð að þræla baki brotnu til þess að sjá þeim farborða. — Ef hann hefði verið mér trúr, þá hefði hann getað átt góða daga, hugsaði hún með sér, nú er hann margsinnis búinn að iðrast heimsku sinnar. Nú var hann dáinn fyrir sex árum. Veslings ekkjan hans varð nú ein að brjótast áfram með barnahópinn, og fátæktin svarf að henni meir og meir. — Það er henni mátulegt, sagði Dórótea reigingslega. Sólskríkjan rak nefið ótt og títt í rúðuna hennar, en það var ekki til nains. Hún tísti: — Ertu búin að gleyma því, að nú er jólakvöld? Hefurðu ekkert hugsað fyr- ir okkur? Nei, Dórótea hugsaði ekki um neitt, nema sjálfa sig. 138 LJ ÓSBERINN

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.