Ljósberinn - 01.12.1960, Blaðsíða 23

Ljósberinn - 01.12.1960, Blaðsíða 23
LESKIR Um jólin er töluvert um þaö, að vinafjölskyldur bjóði hver annarri heim. Við birtum hér nokkra leiki, sem bæði börn og fullorðnir gætu haft gaman af að fást við í slikum heimboð- um. Hlátur og grátur. Þátttakendur setjast i hring. Einn þeirra kastar peningi upp i loftið um leið og hann segir: „Tala eða merki“. Allir fylgj- ast með, hvort kemur upp. Ef talan kemur upp, eiga allir að taka til og hlæja, en ef merkið kemur upp, eiga allir að gráta. Sá, sem hlær þegar á að gráta, eða öfugt, verður annað hvort að vera úr, eða afhenda pant. Frá því peningurinn er tek- inn upp af gólfinu og þar til hann lendir þar aftur verða ail- ir að vera hljóðir, og enginn má láta nein svipbrigði sjást. Taka ofan. Gestirnir standa i hring, með hendur á baki. Einn hefur iiatt á höfði. Annar situr við hijóð- færi og leikur eitthvert lag, en verður helzt að snúa baki við þátttakendum. Þegar hljóð- færaleikarinn byrjar að leika, ganga allir þátttakendur í hring, og sá sem hefur hattinn setur hann á höfuðið á þeim sem er fyrir framan hann. Þannig gengur það koll af kolli. Enginn má flytja hendurnar af bakinu fyrr en hatturinn er kominn á höfuðið. Sá, sem hefur hattinn á höfðinu þegar tónlistin hættir er úr leik. Að lokum eru aðeins tveir eftir. Þeir standa hver á móti öðrum, og annar hefur hattinn á höfðinu. Þegar tónlistin byrjar, gengur hatturinn á milli, og þegar tónlistin hættir hefur sá unnið, sem hattlaus er. BréfpokaboShlaup. I öðrum enda herbergisins er borði stillt upp við vegg. Á borðinu er komið fyrir bréf- pokum, sem þurfa helzt að vera nokkuð fleiri en þátttakendur. Þátttakendum er síðan skipt í tvo hópa, sem stilla sér upp samsíða, hinum megin í stof- unni. Þegar merki er gefið, hlaupa (eða ganga) þeir fremstu að borðinu, taka poka og blása hann upp, sprengja liann og fara siðan til baka, og þannig koll af kolli. Hlaupaleikur. Þennan leik þekkja eflaust margir. Stólum er raðað í tvær raðir, þannig að þeir snúi bök- um saman. Stólai’nir eiga að vera einum færri en þátttak- endur. Þátttakendur raða sér upp við stólana, og einhver leikur á hljóðfæri. Síðan er gengið í kring, og þar til tónlistin hætt- ir, þá reyna allir að setjast. Sá, sem ekki nær stól til að setjast á, er úr leik. Áður en næsta umferð byrjar er einn stóll tek- inn frá. Að lokum eru aðeins tveir þátttakendur eftir, sem þramma í kringum einn stól. Sá sem nær honum, er sigur- vegari. Þar sem ekkert hljóðfæri er, má notast við útvarp, eða ein- hver stjórnar og segir: „Gang- ið“ og „setjist“ eftir þvi sem við á. Á hnjánum. Þeir tveir, sem valdir eru tii þess að leysa þessa þraut, þurfa að vera meðal hinna lipi- ari í hópnum. Látið þá leggjast á hnén gegn hvor öðrum, með nokkru millibili. Þeir eiga að liggja á vinstra hné, og halda með hægri hendi um hægri ökla, þannig að hægri fótur snerti ekki gólfið, heldur sé eins teygður aftur og hægt er. Annar á að hafa hálf- fullt vatnsglas í þeirri hendi sem laus er, hinn heldur á tómu glasi. Þrautin er í þvi fólgin, að hella vatninu úr öðru glasinu í hitt, án þess að dropi fari til spillis. Þetta á að hafast með lagni, en auðvelt er það ekki. Jjoilennn. ------------------_ N Barna-ogunglingablað með mynd- um. Kemur út sem svarar cinu sinni á mánuði. Formaður út- gáfustjórnar er Ólafur Ólafsson kristniboði, Ásvallagötu 13, sími 13427. Ritstjórar: Ástráður Sigurstein- dórsson, skólastjóri (áb.) og Sigurður Pálsson, kennari. — Afgreiðslumaður er Magnús Ágústsson, Ægissíðu 46, sími 14343. Utanáskrift blaðsinB er: Ljósber- inn, pósthólf 243, Reykjavík. Áskriftargjald er kr. 36.00. Gjalddagi er eftir útkomufyrsta blaðs ár hvert. Prentstaður í Félagsprentsm. h.f. j LJQSBERINN Í55

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.