Ljósberinn - 01.12.1960, Blaðsíða 13

Ljósberinn - 01.12.1960, Blaðsíða 13
strax uppáhalds-iðju sína að sjúga á mér eyrað gat ég ekki var.izt því, að tárin komu fram í augun. Ég bar Stubb inn í eldhús og lét hann heilsa upp á heimilisfólkið. Þangað hafði hann aldrei komið fyrr, en það varð að taka vel á móti svona kærkomnum gesti. Pelinn var sóttur niður í kjallara og mjólk látin í hann, Þvílík fagnaðarlæti, þegar Stubb- ur sá þann gamla og góða vin. Hann dansaði um gólfið á afturfótunum og teygði fram- fæturna eins langt og hann náði upp á pilsið mitt meðan ég handlék pelann. Loksins fékk hann mjólkursopa eftir lang- an og sáran þorsta. Það var ekki undarlegt, þó að mikið gengi á. Ég varð að halda fast við túttuna, svo að hann kippti henni ekki af stútnum. Og litla rófan þeyttist til beggja hliða með geysihraða. Þegar Stubbur var búinn að drekka eins mikla mjólk og ég hélt, að hann þyldi, fór ég að hugsa um það starf, sem beið mín uppi í fjárhúsinu. Ég gat ekki fengið af mér að reka gestinn á dyr, enda var hann lagstur fyrir á eldhússgólfinu og farinn að jórtra. Ég bað hann því aðeins um að vera góður meðan ég væri fjarverandi. Engu lofaði hann um það, Er því var lokið, fékk hann jóla- gjafirnar sínar og lék sér að þeim allt kvöldið. en ég lokaði dyrunum og fór leiðar minnar. Er við komum heim aftur að loknum störf- um gekk bróðir minn fyrstur inn. Hann stað- næmdist í eldhússdyrunum, leit yfir gólfið, sneri sér síðan að mér og sagði kíminn á svip: ,,Þú hefðir sagt eitthvað við okkur, ef við hefðum farið svona með gólfið. Sjáðu bara.“ Ég leit inn, sá, hvernig umhorfs var og varð að viðurkenna, að bróðir minn hafði rétt fyr- ir sér, en svo bætti ég við: „Hann hefur bara ætlað að hjálpa mér að þvo gólfið.“ Frá þessum degi fékk Stubbur að vera heima. Hann beit grængresið á túninu, fékk mjólk í pela og fylgdi okkur eftir við hey- skapinn. Drífa, hundurinn okkar, og hann urðu mestu mátar, og kisa varð vinur hans líka. Þegár v,ið gengum upp túnið til starfa okk- ar löbbuðu Drífa og Stubbur oft hlið við hhð á eftir, og kisa rak lestina með svarta stýrið beint upp í loftið. Svo lögðust þau fyrir undir einhverjum heybólstrinum eða léku sér í kringum hann. Svona leið sumarið, ánægjulegt sólskins- sumar. Stubbur varð feitur og stór og óvenju þæg- ur heimagangur. Hann fór aldrei á aðra bæi né reyndi að stela káli eða rófum úr görðun- um heima eins og sumra er siður. Á kvöldin, þegar skyggja tók, yfirgaf hann Drífu og kisu og fór einn inn í fjárhúsið til að sofa. „Svona eiga öll góð börn að vera,“ sagði ég stundum, þegar ég sá hann hverfa inn um dyrnar. En svo vaknaði hann líka snemma á morgnana og fór út að bíta gras. Stubbur hafði enga klukku, en hann vissi þó, hvað tímanum leið. Á morgnana, meðan kýrnar voru mjólkaðar, stóð hann við mjólk- urhússdyrnar, og þegar mjaltavélamótorinn var stöðvaður barði hann í hurðina með öðru horninu og sagði hátt og skýrt: Me-e úti fyrir, sem þýddi: „Ég er þyrstur. Fæ ég bráðum volgan sopa í pelann minn?“ Eins var það á daginn. Á venjulegum mat- ar- og kaffi-tíma hljóp hann upp tröppurnar á íbúðarhúsinu og barði' þéttings fast í hurð- ina. Ef enginn kom til dyra áður en langt um leið, tók hann til sinna ráða. Hann reisti sig upp á afturfæturna, hreyfði við handfanginu LJDSBERINN 145

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.