Ljósberinn - 01.12.1960, Blaðsíða 11

Ljósberinn - 01.12.1960, Blaðsíða 11
mjólk í hana, þó aS úr því rættist ofurlítið, þegar hún frískaðist. Stubbur var því pela- barn framvegis, enda elskaði hann pelann sinn medra en allt annað. Hniðra mamma var að vísu ekki slæm. Það var hlýtt og notalegt að liggja við bringu hennar eða hreiðra um sig uppi á hryggnum, og gaman var að eiga hana að félaga. En þegar Stubbur litli var svangur eða þyrstur, jarmaði hann hátt og sárt, ef hann heyrði mannamál einhvers stað- ar nálægt. Reynslan hafði kennt honum, að það bar góðan árangur. Þá kom oftast hlý hönd með volgan pela. Og svo var hann kjass- aður og strokinn að lokum. Stundum var honum líka lyft upp. Það þótti stubbi gaman, því að þá náði hann oft í eyrnasnepil, sem hann tottaði og saug af öllum kröftum. Eng- an árangur bar það erfiði, enda var Stubbur ekki svangur. Það var bara einhver innri rödd, sem sagði honum að sjúga allt, sem væri hlýtt og mjúkt og minnti á spenana hennar mömmu hans. t Stubbur varð brátt mjög hændur að okkur heimilisfólkinu. Hann hafði á okkur matar- ást, sem ekki kulnaði neitt, þó að mamma hans írískaðist og gæti miðlað honum mjólk- ursopa annað slagið. Þegar liðið var langt fram á vor, var Hniðru sleppt úr umsjá okkar og Stubbur látinn fylgja henni. Ekki var hann ánægður að þurfa að yfirgefa okkur. f nokkra daga þekkti ég röddina hans álengdar, þegar hann var að jarma og biðja um pelann sinn. En nú átti hann að læra að verða sjálfbjarga, þegar hann var orðinn svona stór, og láta sér nægja að hafa Hniðru mömmu eina sér til huggunar. í júnílok um vorið var kindunum smalað til rúnings. Frá fyrstu bernsku hefur mér alltaf þótt það skemmtilegasti dagur ársins, þó að annríkið sé mikið, sem fylgir. Þetta vor hlakkaði ég til þess dags eins og venjulega og þó ef fil vill enn meira, þvi að ég vonaði, að ég fengi að sjá Stubb minn. Það glaðnaði yfir mér, þegar ég kom auga á Hniðru í réttinni, þá hlaut sonurinn að vera þar líka. En hvernig sem ég leitaði, gat ég hvergi fundið hann Ég kallaði hástöfum: „Stubbur minn. Hvar ertu, Stubbur minn?“ En ég fékk ekkert svar. Gat það hugsazt, að hann væri alveg búinn LJÓSBERINN „Því að yður er í dag frelsari fœdd- ur,“ voru orð englanna, nóttina sem Jesús fœddist. Þeir voru aðeins fáir, er fengu að heyra boðskapinn þá nótt. En seinna barst hann land úr landi, og dag nokkurn hrópaði Evrópumaður yfir til Asíu og sagði: „Komið og hjálp- ið okkur.“ Kristniboðarnir komu einnig til okkar, er við vorum heiðingjar, og fluttu boðskapinn um Jesum. En þrátt fyrir það, að meira en 1900 ár séu lið- in, síðan englarnir birtust hirðingjun- unum, þá eru enn margar milljónir manna, sem ekki vita að Jesús er fœdd- ur. Gerir þú nokkuð til þess að aðrir fái að heyra boðskapinn um hann? Þér finnst ef til vill, að þú sért of lítill eða lítil og eigir ekkert til þess að gefa. Hefurðu heyrt um drenginn, sem var á kristniboðssamkomu? Þegar komið var með hattinn, til þess að veita mót- töku gjöfum til kristniboðsins, þá sagði hann, „færðu hattinn neðar“, og maður- inn gerði það. „Ennþá neðar,“ sagði drengurinn, unz liatturinn snerti gólf- ið. En það var einmitt það, sem hann vildi, því að nú steig hann sjálfur upp í hann. Hann gat ekkert gefið, nema sjálfan sig. Jesús getur notað, bœði það, sem við eigum, og einnig okkur sjálf. Og enginn þarf að sjá eftir því, sem hann gefur honum. að gleyma nafninu sínu, eða var hann týndur? Lá hann ef til vill dáinn einhvers staðar uppi í fjalli? 143

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.