Ljósberinn - 01.12.1960, Blaðsíða 19

Ljósberinn - 01.12.1960, Blaðsíða 19
LÆKNIRINN, ■ - -----—~— — ——— ---— H H H SEJH GERÐI KRAFTAVERK Vorið 1791 breiddi angandi blómablæju yf- ir hinn fagra Dónárdal. Það var einn af þessum yndislegu vordög- um, sem boða komu sumarsins með ljómandi • sólskini, fuglasöng og blómailm, sem nú var að kvöldi kominn, — og á hinum víðáttu- miklu grundum Dónárdalsins glóðu trén, runnarnir, blómin og húsin í geislum kvöld- sólarinnar. Þó var þar lítill og hrörlegur kofi, sem stóð með sorgarsvip í forsælunni út undir skógarjaðrinum og sólargeislarnir skeyttu ekki um. Tjöld voru breidd fyrir gluggana. Tvö börn sátu á hrörlegum bekk fyrir utan húsið og héldust í hendur. Þau voru jafn sorgbitin að sjá eins og kofinn þeirra. — Þau hlustuðu ekki á fuglasönginn og litu ekki við blómunum, sem hneigðu marglitu krón- urnar síriar í kvöldblænum, eins og þau væru að kinka kolli hvert til annars ofur vinalega. Inni í kofanum lá móðir þeirra veik, en faðir þeirra gat ekkert unnið, þess vegna höfðu börnin engan kvöldmat fengið. -— Ó, ég vildi að einhver læknir kæmi, sem gæti læknað hana mömmu, svo að henni batni, hvíslaði yngra barnið, 8 ára gömul stúlka. Hitt barnið var 11 ára gamall drengur, al- varlegur og veiklulegur á svipinn, niðurlútur og mjög sorgbitinn. — Læknirinn, sem ég fór að sækja áðan, sagði, að hann skyldi koma, ef við gætum greitt honum 2 krónur í ferðakostnað, svaraði hann. Því næst varð dálítil þögn. Þá hóf drengur- inn aftur upp höfuðið og sagði: — Nágrannakonan okkar sagði nýlega, að hún þekkti læknir hér í nágrenninu, sem líka vitjaði fátæklinga. Hún ætlaði að reyna að fá hann til þess að koma til hennar mömmu. Hann læknar alltaf, segir hún, og hann er kallaður læknirinn, sem gerir kraftaverk. Meðan börnin ræddu þannig hvort við ann- að, kom maður einn gangandi heim skógar- brautina, sem lá heim að kofanum. Maður þessi var fremur ungur að aldri, andlit hans var lítið og veiklulegt, með fínum dráttum. Enginn roði sást í kinnum hans, sem bæri vott um góða heilsu, og ekki voru limir hans þreklega vaxnir. En af enni hans og augum virtist skína góðmennska og göfuglyndi. Hann var ekki hár maður vexti, en öll framkoma hans bar vott um eitthvað háleitt og göfugt. Það var eins og varir hans bærðust. Hann raulaði fyrir munni sér og hönd hans hreyfð- ist eftir hljómfallinu. En allt í einu þagnaði hann. Voru það ekki einhver undursamleg hljóð, sem blönduðust íaman við söng hans? — Jú. En hvaðan komu þessi hljóð? Hreyfingar- laus horfði hinn einmana ferðamaður- nokkra stund heim að litla kofanum, sem börnin sátu úti fyrir, og óðum færðust kvöldskuggarnsr yfir héraðið. Brátt fann hann þann, sem gripið hafði hug hans með söng sínum. Það var næturgali, sem var í búri, er hékk á veggnum við annan gluggann í húsinu. Ósjálfrátt dró hinn yndislegi söngur ferða- manninn nær og nær kofanum. Varla hafði drengurinn fyrr séð aðkomu- manninn en hann hljóp upp úr sæti sínu og hrópaði með öndina í hálsinum: — Eruð þér læknirinn, sem ætlar að lækna hana mömmu? Ferðamaðurinn horfði lengi undrandi á litla drenginn og systur hans, sem nú kom einnig til þeirra og' horfði á hann með biðjandi augnaráði. LJDSBERINN l»l

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.