Ljósberinn - 01.12.1960, Blaðsíða 21

Ljósberinn - 01.12.1960, Blaðsíða 21
getið þess vegna ekki hjálpað konunni minni, sagði Hans Walther daufari í bragði. — Hver veit nema ég geti það líka, sagði komumaður hughreystandi. — En, bætti aumingja orgelleikarinn við, einmitt á morgun koma margir ókunnugir menn til guðsþjónustunnar, menn, sem hafa mjög vel vit á sönglist, og ef til vill nokkrir Vínarbúar. Þeir búast við að heyra Hans Walther leika á orgelið, og ef þér svo ekki væruð áreiðanlega viss, — þá-------. — Ég skil yður, greip gesturinn fram í. Þér eruð hræddur um að þér munuð tapa áliti yðar sem góður orgelleikari. — Og þar að auki hefi ég í þetta sinn valið eitt af stórkostlegustu lögum Mozarts, sem er svo vandasamt, að það er ekki allra með- færi —, sagði Walther vandræðalegur. — Verið þér alveg rólegur, sagði komu- maður, ég er mjög kunnugur öllum tónsmíð- um Mozarts! Þetta var sagt með svo mikilli vissu, að efasemdir Hans Walthers hurfu gersamlega og hann gladdist af því að hafa fengið svo góðan mann í sinn stað. Þó var það eitt, sem angraði hann. Hann átti næsta dag að ganga undir próf í orgelslætti til þess að geta fengið stöð- una, sem hann hafði sótt um, því að það var lífsnauðsyn fyrir hann að fá hana. Nú varð að fresta prófinu þangað til síðar. — En ef ég gæti fengið Þessa stöðu, sagði hann, mundu okkar bágu kringumstæður batna, einkum þó, ef yður gæti heppnazt að lækna konuna mína. — Ég hefi þegar hugsað um það allt sam- an, sagði læknirinn, og mér er það fullkom- lega ljóst, hvaða meðöl það eru, sem geta læknað konuna yðar. Á morgun skuluð þér fá þau. — Ó, hvað þér eruð góður! hrópaði hinn hamingjusami húsfaðir, og sjúka konan, er fallið hafði í væran blund meðan á samræð- unum stóð, virtist dreyma um sólbjarta daga og sæla framtíð, því hún brosti svo ánægju- lega. — Gesturinn flýtti sér því næst út til þess að sleppa við þakklæti. Þó gat hann ekki komið í veg fyrir, að börnin fylgdu hon- um út úr kofanum. Stjörnurnar tindruðu á heiðum himninum og næturgalinn hóf aftur sönginn sinn. LITLI LJDSBERINN Ókunni maðurinn hlustaði með hrærðum huga á þessa töfrandi tóna. Þegar Wolfgang litli varð þess var, hver áhrif söngur næturgalans hafði á lækninn, sagði hann hálfdrýgindalega: — Ég á þennan fugl. En, hélt hann áfram, eins og honum hefði flogið eitthvað nýtt í hug. Þér skuluð fá hann, ef þér læknið hana mömmu. Hann vildi gjarnan gefa ókunna manninum það bezta, sem hann átti í eign sinni, til þess að móðir hans fengi heilsuna aftur. Gesturinn horfði um stund á litla drenginn og lagði hönd sína á dökkhærða höfuðið hans. Svo kvaddi hann börnin og gekk hægt og stillilega af stað út á skógarbrautina. En kvöldgolan bar til himins töfratóna nætur- galans. Eftir þetta fagra stjörnubjarta kvöld rann upp fagur páskadagur. Litla sveitakirkjan var tæplega nógu stór til þess að rúma allt það fólk, sem streymdi inn í hana. Hans Walther hafði sagt satt, fjöldi fólks frá Vín hafði komið þangað til LJDSBERINN 1.1»

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.