Ljósberinn - 01.12.1960, Blaðsíða 5

Ljósberinn - 01.12.1960, Blaðsíða 5
sem sárin læknast við það og mátturinn koma aftur í líkama hans. Hann stóð upp undrandi. — Hver eruð þið og hvað hafið þið gert við ljónið? spurði hann. — Við komum frá Betlehem, svaraði kon- an viðkvæmri röddu. Við erum á flótta til Egyptalands með Jesú, litla barnið okkar. Hann hefur sefað ljónið og læknað sár þín. — Ó, þú himneska undrabarn! hrópaði pilt- urinn í lotningu og féll á kné. Sannarlega hlýtur þú að vera Messías þjóðar vorrar. Þér sé lof og dýrð! Hann fórnaði höndum í gleðihrifningu og tilbeiðslu móti barninu, en Jósef og María héldu samstundis för sinni áfram, svo hann varð aftur einn hjá gæfu Ijóninu. Hann stóð þá upp og hraðaði för sinni. Sólin rann upp yfir Hebronfjöllin og trjá- lundirnir ómuðu af fuglaklið. Ben-Húri hrað- aði för sinni sem mest hann mátti og um miðjan dag var hann kominn til Betlehem. Hann dirfðist ekki að nema þar staðar eitt stundarkorn, svo hann kæmi ekki of seint til Jehúsalem. Örðugasti hjallinn var eftir, förin yfir Júdafjallgarðinn. Brennheit sólin hellti geislum sínum yfir hann, og hann kvaldist af sárum þorsta' þreytu og hungri. — Hann dróst áfram seint og með miklum erfiðismun- um. Ein stund leið af annarri og skuggarnir lengdust meira og meira. — Næði hann ekki til Jerúsalem áður en síðustu sólargeislarnir glömpuðu á musteristurnum, þá yrði vinur hans leiddur til aftökunnar. Stynjandi og reikandi, eins og helsært veiði- dýr, náði hann loks borginni og neytti síðustu kfaftanna til þess að komast til konungshall- arinnar. Þar féll hann örmagna niður við hliðið. Þá heyrði hann mikinn nið frá æstum lýð, er virtist streyma áleiðis til Golgata, og í gegnum niðinn greindi hann hrópin: — Vei, ó, vai yfir svikaranum Ben-Húri, sem lætur vin sinn líða dauða! Ben-Húri heyrði þessi hróp og varð yfir- kominn af djúpri sorg. Hann fórnaði höndum til himins og stundi: ^ — Drottinn Jahve, Abrahams Guð! sendu mér himnabarnið þitt, sem frelsaði mig frá gini Ijónsins, svo það geti vedtt mér fulltingi sitt til að frelsa vin minn frá dauðanum. Samstundis fann hann nýjan kraft færast * * * * * um líkama sinn og hann reis upp og hljóp áfram, eins og hind á flótta, til aftökustaðar- ins. Þegar þangað kom, sá hann böðlana til- reiða snöruna fyrir vin-hans. — Bíðið við, bíðið við hrópaði hann. Ég, Ben-Húri, er hér sjálfur kominn til að þola hegningu mína! Með þessum orðum hné hann örmagna í ómeginn. Þegar hann vaknaði við aftur, sat Elíeser hjá honum og strauk hendinni um brennheitt enni hans. Glymjandi óp steig upp frá mannfjöldan- um: — Ben-Húri hefur staðið við orð sín og bjargað vini sínum! Með trúlyndi sínu hefur hann gert þjóð sinni sæmd. Hann skal ekki deyja, hann skal ekki deyja! Harðstjórinn skal heldur deyja! Hinn blóðþyrsti harðstjóri, Heródes, sem hafði látið bera sig í burðarstóli til Golgata, til þess að geta hrósað sigri yfir brigðmælgi Gyðingsins, dyrfðist ekki að brjóta í bága við vilja lýðsins. Þungur á brún og brá sagði hann: — Þið eruð báðir frjálsir. Farið leiðar ykk- ar. Vinirnir leiddust báðir í hægðum sínum til borgarinnar, en fólksfjöldinn fylgdi þeim eftir hrópandi gleðióp. i:i7 ENGLAVERND LJDSBERINN

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.