Ljósberinn - 01.12.1960, Blaðsíða 14

Ljósberinn - 01.12.1960, Blaðsíða 14
MIA HALLESBY: St jaman me aminu Átta dagar voru til jóla og Haraldur hlakk- aði þessi ósköp til. Mamma hans var önnum kafinn frá morgni til kvölds, og hafði engan tíma til þess að sinna Haraldi og hinum tveim- um börnunum, Kristjáni og litlu systur, fyrr en síðasta sunnudag fyrir jól. Þá fengu þau að njóta hennar algjörlega. Það var venja, að þá skyldi taka upp jólaskrautið. Borðstofuborðið var þakið pappaöskjum, sem mamma opnaði af mikilli varfærni. Lilja systir fékk sífellt áminningu um að halda nú höndunum fyrir aftan bak. En það veittist henni ekki auðvelt, því að irm leið og einhver falleg kúla, eða annað, sem glampaði á, kom í ljós, voru litlu hendurnar reiðubúnar til þess að grípa það. Haraldur var fullur ákafa, því að síðasta daginn í skólanum áður en leyfin hæfust, átti að skreyta jólatré, og móðir hans hafði lofað honum að fána nokkuð af skrauti. Auðvitað vildi hann helzt fá það allt saman með. í hvert skipti, sem eitthvað nýtt kom í ljós, sagði hann: — Þetta verð ég að fá, og þetta verð ég að fá, — nei, þetta er svo fallegt, ég verð að fá það með. — Vertu nú þolinmóður, Haraldur, við veljum úr á eftir, þegar allt er komið, sagði mamma. En það var ekki auðvelt að velja, þegar allt lá á borðinu. Bréfræmur, kúlur, stjörnur, körfur, skemmtilegir snjókarlar og fallegu hvítu liljurnar. En fegurst var mynd af Jesú- barninu í jötunni. Hún var gegnsæ, og er henni var haldið upp að ljósinu, þá ljómaði hún í fallegum litum. Mamma var vön að hengja hana nálægt einhverju Ijósinu á jóla- trénu, þar sem hún naut sín bezt. — Ó, mamma, þessa mynd þarf ég að sýna, sagði Haraldur. — En hugsaðu þér, ef þú týnir henni! Ég með framfótunum eða höfðinu, opnaði hurð- ina og kom óboðinn inn í eldhús. Hann vildi fá mat sinn og engar refjar. Þegar pelinn kom og búið var að tæma hann, labbaði hann síðan út að nýju. En varlega varð að fara, því að gljáfægð gólf voru ekki heppileg fyrir litl- ar iambsklaufir. Fyrr en varði var komið haust. Oft var rætt um framtíð Stubbs. Ef hann hefði verið gimb- ur var vandinn enginn, þá hefði hann lifað og orðið stór ær. En hvað átti að gera við lít- inn hrút? Að lokum voru örlög hans ráðin. Þegar stór,i vörubíllinn, sem sótti sláturféð, renndi í hlaðið, fékk Stubbur vel útilátinn mjólkur- sopa. Síðan var hann kvaddur með kærleik- um, kjassaður og strokinn, en það þótti hon- um alltaf svo gott. Þá hallaði hann undir flatt og teygði úr hálsinum eins og hann gat. En nú þurfti að hafa hraðann á. Að lokum fékk Stubbur koss á vangann. Hann náð,i í eyrað og saug það litla stund. Síðan var hon- um lyft upp á pallinn á bílnum, hurð var skellt og loku skotið fyrir. Bíllinn ók úr hlaði, Stubbur var horfinn. Hans biðu sömu örlög og flestra hinna lambanna, sem höfðu fæðst um vorið og lifað eitt stutt en ánægjulegt og sólskinsríkt sumar. Við stóðum og horfðum á eftir bifreiðinni og sögðum í hálfum hljóðum: Vertu blessaður, Stubbur litli, og hjartans þökk fyrir samveruna. n Lilja Kristjánsdóttir. L J □SBER'INN l!<»

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.