Ljósberinn - 01.12.1960, Blaðsíða 10

Ljósberinn - 01.12.1960, Blaðsíða 10
I Lilja Kristjánsdóttir: STÍGVÉLA STUBBUR Úti var sólskin og gott veður, regluleg vor- blíða. Grængresið gægðist upp úr grárri jörðinni og gaf loftinu dásamlegan ilm og túninu lit. Sunnan undir fjárhússveggnum kepptust fífl- arnir við að springa út. Þar lágu líka tvö lítil lömb, steinsofandi^ og teygðu úr löngum og grönnum fótum sínum í sólarhitanum. En innan úr fjárhúsinu bárust lágar stunur. Þar lá hún Hniðra og var fárveik. Það var búið að hringja í dýralækninn, og nú var hann á leiðinni. Vonandi gæti hann bjargaði veiku kindinni. Það var svo erfitt að hlusta á stunurnar og horfa á þjáningar henn- ar og geta þó ekkert gert til hjálpar. Dýralæknirinn kom. Hann beitti allri tækni sinni og lipurð, sem reyndar virtist ekki ætla að bera neinn árangur fyrst í stað. Þó rættist svo vel úr, að þegar hann kvaddi og fór leið- ar sinnar var Hniðra ekki lengur ein í fjár- húsinu. Hjá henni lá nýfætt lamb, hvítur hrútur með stóra hnýfla. Hniðra var svo veik, að hún sinnti litla syninum lítið. Hún leit aðeins á hann og kumraði örlítið. Síðan lagði hún aftur augun og stundi að nýju. Inni á eldhússborði var heil hrúga af með- ulum, sem átti að gefa henni til að reyna að bjarga lífi hennar. En við hliðina á meðala- glösunum stóð peli með mjólk í. Það var hressingin, sem litli hrúturinn átti að fá. Svona kuldalega tók heimurinn á móti hon- um strax á fyrsta degi. En hann þáði með þökkum volgu pelamjólkina og sætti sig við að vera þerraður með poka, þegar mamma hans gat ekki hreinsað hann sjálf með tung- unni sinni. Hniðra hafði aftur á móti enga matarlyst. Hún leit ekki á grænu töðuna né vatnið, sem henni var borið og kumraði aðeins lítilshátt- ar, þegar hrútsi litli var lagður við höfuð hennar, er hann hafði lokið máltíð sinni. Næsta morgun kom í ljós, að litli hrúturinn hermar Hniðru var ekki eins og önnur lömb. Hann reyndi að brölta í kringum mömmu sína og stóð í afturfæturna, en þegar hann ætlaði að bera framfæturna fyrir sig datt hann á höfuðið. Fæturnar voru máttlausir upp að hnjám Að öðru leyti virtist lambið vera vel frískt. Þetta leit ekki vel út, Hniðra fárveik og lambið máttlaust. En það var bezt að gera það, sem hægt var, báðum til hjálpar. Ærin fékk meðulin sín, og spelkur voru settar utan um hvorn framfót lambsins. Litli stubburinn var meira en lítið stirðlegur í hreyfingum fyrst i stað, þegar hann labbaði um á öllum fjórum fótunum sínum eftir að búið var að vefja vel um þá og spelkurnar. Það var líkast því, að hann væri í hvítum hnéháum stígvél- um. Reyndar héldust þau ekki lengi hvít, enda skipti eigandinn sér lítið af því, þó að þau yrðu dökk af óhreinindum. Hitt var meira virði, að þegar allar umbúðirnar voru teknar, eftir fáeina daga, virtust fæturnir al- veg heilbrigðir. En upp frá þessum degi fékk litli hrúturinn nafn. Stígvéla-stubbur var hann kallaður, sem seinna styttist í Stubb, þegar „stígvélanna“ var ekki lengur þörf. Hniðra var lengi veik. Á meðan kom engin 142 LJD50ERINN

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.