Ljósberinn - 01.12.1960, Blaðsíða 15

Ljósberinn - 01.12.1960, Blaðsíða 15
1 held það sé bezt, að hún sé heima, sagði mamma. — Leyfðu mér að fá hana^með, ég skal gæta hennar, sagði Haraldur og bað svo innilega, að mamma hans gat ekki neitað honum. Stjarnan með Jesúbarninu og ýmislegt ann- að skraut var lagt niður í pappaöskju, sem Haraldur tók með sér nokkrum dögum seinna. Síðasta skóladaginn stóð lítið jólatré á kennaraborðinu. Haraldur og tveir aðrir drengir, sem einnig höfðu. með sér skraut, komu hálfri klukkustund áður en kennslu- stundin átti að hefjast, og hjálpuðu til að skreyta tréð. Þegar hin börnin komu, var allt tilbúið. Úti blés kaldur norðanstormur, en inni í skólastofunni var hlýtt, og jólatréð var svo fallegt, það átti að kveikja á því í síðustu kennslustundinni. Öll börnin sátu og horfðu á það hugfangin. Kennslukonan reyndi held- ur ekki að kenna þennan dag, tímarnir liðu með söng og öðru skemmtilegu efni. í síðustu frímínútunum hjálpuðust tveir stærstu og sterkustu drengirnir að, við að ryðja borðun- um. Kveikt var á jólatrénu og það sett á mitt gólfið. Það ljómaði á móti börnunum, er þau komu inn. Það var svo fallegt, að þau gleymdu, að þau voru í skólanum, og kennslu- konan gleymdi, að hún var kennslukona. Þau tókust í hendur og sungu hvern jóla- sálminn á fætur öðrum. Auðvitað fyrst: „í Betlehem' er barn oss fætt“, og síðan alla hina. — Nei, en hvað þetta er fallegt, sagði Ása litla, sem hafði stanzað fyrir framan stjörn- una með Jesúbarninu. Öll hin börnin komu til þess að skoða hana. — Komst þú ekki með þetta, Haraldur? spurði kennslukonan. — Jú, svaraði hann og var hreykinn yfir því, að myndin hans vakti athygli. — Segðu okkur eitthvað um fæðingu Jesú, sagði kennslukonan. Og Haraldur sagði frá. Síðan sagði kennslukonan nokkur orð um Jesúm Krist, sem yfirgaf himininn og kom til jarðarinnar, til þess að frelsa okkur öll. Það var hátíðleg kyrrð í skólastofunni, en er bjallan hringdi, komst allt á hreyfingu. „Gleðileg jól, gleðileg jól!“ hljómaði alls staðar, og það var sem lífið lægi á að komast heim. Haraldur lét jólatrésskrautið í flýti niður í öskjuna. Myndin af Jesúbarninu lá efst. Henni mátti ekki gleyma. En einu gleymdi hann, og það var að binda um öskjuna. Er hann kom út, lét hann öskjuna á skíða- sleðann og hélt heimleiðis. Það var kalt og vindurinn blés. Þegar hann var kominn hálfa leið, nam hann staðar og dró vettlingana hærra upp. En allt í einu kom snörp vind- hviða og þreif lokið af öskjunni, og áður en Haraldur vissi af, var allt jólaskrautið fokið út í veður og vind'. Hann vissi ekkert, hvað til bragðs skyldi taka. Snjór og bréfflygsur flögruðu í kringum hann. Hátt uppi sveif stór krans eins og ógurlegur dreki. Það var víst ómögulegt að ná honum aftur. Þegar hviðan var liðin hjá, fór hann að tína saman það, sem næst honum lá. En Jesúbarnið, var það einnig farið? Hann leit niður í öskjuna, en þar var það ekki. — Ég er búinn að týna Jesúbarninu, hugs- aði hann og varð grátklökkur. Hvað ætli mamma segi og Kristján og litla systir? Hann leitaði allt í kringum sleðann, lagðist niður og rótaðd í snjónum, en fann það hvergi. Enn hvað það var kalt. Fingur hans og fætur voru stirðir af kulda. Aumingja Haraldur, hann hafði lofað að gæta vel stjörnunnar með Jesúbarninu. Er hann kom heim og mamma hans sá, hve eyðilagður hann var og hryggur, gat hún ekki fengið af sér að skamma hann Hún tók hann og reyndi að hugga hann eftir beztu getu. — Norðanstormurinn tók myndina mamma, snökkti hann. — Taktu þessu skynsamlega, drengurinn minn, sagði mamma, — þetta var þrátt fyrir allt ekki nema mynd. — Já, en það var Jesúbarnið. — Það er satt, en ég skal segja þér nokkuð, Haraldur það gerir ekkert til, þótt þú týnir mynd af Jesúbarninu, ef þú aðeins trúir á hann. Ef Jesús fær að vera leiðtogi þinn allt lífið, þá má norðanstormurinn eyðileggja eins m.ikið og hann vill. Smátt og smátt varð Haraldur rólegri og á aðfangadag jóla var hann hinn glaðasti. Söng og lék sér frá morgni til kvölds. Kristján og Haraldur fengu að vera lengi á fótum og áður en þeir fóru að sofa, máttu þeir til með að sjá jólatréð og allt skrautið. LJDSBERINN 147

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.