Ljósberinn - 01.12.1960, Blaðsíða 22

Ljósberinn - 01.12.1960, Blaðsíða 22
þess að njóta sveitalífsins um helgidagana. En áður en það héldi lengra, komu allir sam- an í þessari litlu sveitakirkju til þess að hlýða messu. Nálægt söngpallinum sat sóknarnefndin. — Hann ætlar að láta mann bíða lengi eft- ir sér í dag; hann Hans Walther, sagði einn af þeim við sessunaut sinn. — Já, en hefurðu heyrt það; sagði hinn, að Rasumowsky greifi frá Baden kemur hingað og verður hér við kirkju, áður en hann fer á veiðar. Sjáið, þarna gengur hann til sætis. Rasumpwsky greifi, hinn mikli listavinur, gekk einmitt í sama bili inn í stúkuna við hliðina á háaltarinu, sem ætluð var meiri hátt- ar gestum. Og nú leit borgarstjórinn einnig eftirvænt- ingaraugum til orgelsins, hálfgramur yfir seinlæti Hans Walthers. En þá sá hann stóra nótnabók opna á orgelinu og honum varð léttara um hjartarætur. í raun og veru var sætið við orgelið þegar skipað. En sá, sem sat þar var ungur maður, grannur, með viðkunnanlega andlitsdrætti, sem nú fór höndum um hljóðfærið. Hans Walther var samt á leið til kirkjunn- ar. Hann var órór í skapi og hálfhræddur um, að hin óþekkti læknir, sem líka gaf sig að tónlistinni í hjáverkum, mundi tæplega geta leyst verk sitt nógu vel af hendi. Másandi kom hann inn í kirkjuna, þegar hinir fyrstu tónar ómuðu frá orgelinu. — Hvað var þetta? Hver gat framleitt slíka tóna? Var það maður eða var það vestanblærinn, sem snart hljóð- færið? — Tónarnir ómuðu svo yndislega, fyrst veikir og þýðir, svo sterkari og fyllri. Þeir bárust eins og fagrar englaraddir í allar áttir út frá hljóðfærinu í unaðslegu samræmi. Þeir fylltu kirkjuna himneskum söngljóðum. Allir viðstaddir stóðu á öndinni af undrun. Þeir urðu hrifnari og hrifnari. — Allir horfðu upp til orgelsins til þess að virða fyrir sér listamanninn. Að lokinni guðsþjónustunni þustú allir sam- an til þess að sjá enn betur listamanninn, og brátt hljómaði mann frá manni um alla kirkj- una nafnið: Wolfgang Amadeus Mozart. — Nokkrir höfðu þekkt hann. Með tárvot augu vék hann inn í herbergi sitt, en flokkurinn fylgdi honum þangað. Þá var lika kominn listavinurinn Rasumowsky greifi, er faðmaði að sér listamanninn. Að því búnu kom Mozart með hatt sinn og bað um laun sín. Það kvisaðist, að hann hefði leikið á hljóðfærið í stað hins fátæka Hans Walthers og til ágóða fyrir hann. Og nú flugu silfurpeningar úr öllum áttum í hattinn og greifinn var svo frá sér numinn af gleði, að hann gaf jafnvel tvo gullpeninga líka. Að lokum tæmdi listamaðurinn hattinn í hendur Hans Walthers og sagði um leið bros- andi: — Hérna eru meðölin handa veiku konunni yðar. Hann vissi varla hvað hann átti að gera af öllum þessum skínandi gull- og silfurpening- um. Og þegar honum var sagt nafn velgerðar- manns síns, þá hneigði hann sig með lotningu íyrir hinum mikla tónsnillingi og kyssti hönd hans, en gleðitárin hrundu sem perlur af aug- um hans. Það er hægra að hugsa sér en segja frá gleð- inni á heimili Hans Walthers. — „Læknirinn, sem gerði kraftaverk11 varð þannig sannar- legur læknir á heimili hans, því að þetta með- al hans læknaði fjárskortinn og lagði grund- völlinn undir heilbrigði húsmóðurinnar. Mozart kom því einnig til leiðar, að Hans Walther fengi stöðu þá, sem hann hafði sótt um, og með því var honum borgið. En litli Wolfgang gleymdi ekki heldur lof- orði sínu. Hann sendi Mozart næturgalann litla sem gjöf fyrir góðverkið. Og í rauninni var það þessi litli söngfugl, sem með tónum sínum lokkaði Mozart inn á brautina, er lá af aðalgötunni heim að kofanum, og allt hitt, sem á eftir fór var afleiðing af því. Næturgalinn skemmti Mozart með söng sín- um til æfiloka. Og þegar Mozart að síðustu lokaði augunum og var borinn til grafar, þá lokaði næturgalinn einnig augum sínum og opnaði þau aldrei aftur. Nú eru liðin meira en 150 ár frá því er Mozart lagðist til hvíldar; en andi hans lifir enn þá í hinum stórkostlegu sönglögum hans. Og sagan um góðverk hans við fátæku fjöl- skylduna lifir enn þá. Hún er eitt af fegurstu blómunum á frægðarsveig hans. ☆ ☆ ☆ ☆ ☆ ☆ ☆ ☆ 154 LJOSBERINN

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.