Ljósberinn - 01.12.1960, Blaðsíða 7

Ljósberinn - 01.12.1960, Blaðsíða 7
Önnur sorg hafði líka borið Dóróteu að höndum. Einkavinurinn hennar, hundurinn Karó, tryggðatröllið það, hafði hlaupið burt frá henni og var ókominn, þó að mánuður væri liðinn frá því að hann fór. Faðir Dóróteu hafði átt Karó, og var hann af frægasta hundakyni. Kynið var nú heldur tekið að blandast. En í augum Dóróteu var Karó jafngöfugur og ættfaðir hans hafði ver- ið og langfeðgatal hans kunni hún utanað. Dórótea stóð nú við arin sinn og var að steikja rifjastejk. Kom henni þá til hugar, að bezti vinurinn hennar færi nú á mis við svo mörg góð bein, og þótti henni það sárt. — Já, sagði hún og stundi þungan, svona eru mennirnir, og skepnurnar eru ekki vit- und betri. Svo fór hún að hræra eplaskífudeigið, því að jól ætlaði hún samt að halda fyrir siðasakir. Klukkan hennar á veggnum fór nú að slá, fyrst stundarfjórðungana og stundirnar á eft- ir, og var klukkan þá fjögur. Heldur var hún nú orðin rám í raustinni af ryði og svo brak- aði í gamla kassanum utan um hana. En því var eins farið með hljóðið í klukkunni og með seppann — Dóróteu lét gamli hljómur- inn hennar svo vel í eyrum. í sömu svifum fóru kirkjuklukkurnar að hringja til jóla. Líklega var það hljómurinn þeirra, sem orðið hefur til þess, að Dórótea fór að rifja upp fyrir sér liðna daga, og minnt- ist þess, er hún hafði leikið sér með öðrum börnum kringum jólatréð og andað að sér ilminum af jólakræsingunum. Það var eins og einhver undarleg þreyta færðist yfir hana alla. Hún lagði frá sér epla- skífurnar, sem hún var að baka, og settist á legubekkinn. Eldurinn logaði glatt á arninum og varpaði löngum og rauðum ljósrákum á gólfið. Allt í einu fannst henni eins og eitthvað væri kvikt úti í horninu hjá arninum, og þótt- ist hún sjá þar einhverja veru með rauða húfu á kollinum. — Hver ert þú? spurði hún og varð bilt við. — Ertu alveg búin að gleyma mér? svaraði vera þessi í ógn mjúkum og lágum rómi, en þó svo skýrt, að hún skildi hvert orð. Ég er jólasveinninn. Einu sinni þótti þér vænt um mig. Manstu ekki, þegar þú varst að fara út í garðinn með graut handa henni kisu? Þá varstu svo ung og smá. Þá helltir þú um leið drjúgum sopa af nýmjólk á jörðina og sagðir: — Jólasveinninn verður nú líka að fá sinn skammt. — Og svo komstu með bein handa varð- hundurinn. Þú ázt svo lítið af beininu, til þess að hann gæti fengið sem mest. Ekki gleymdir þú sólskríkjunum þá. Manstu ekki þegar þær voru svo glaðar að svifa í kringum þig, þegar þú varst að fleygja korninu til þeirra? Þú lézt mömmu þína leiða þig með sér, þegar hún fór til sjúkra og fátækra, þú hafðir svo mikla gleði af því. Mamma þín bar stóra körfu með bezta jólamat í og aðra körfu barst þú á hand- leggnum, fulla af kökum og eplum. Hvar sem þið komuð, blessuðu sjúkir og fátækir mömmu þína, en þig kysstu þeir og sögðu, að þú værdr hverri köku sætari. Þá féllu Dóróteu tár á kinn. Já, allt var nú þetta hverju orði sannara. En nú var allt orð- ið á annan veg, og það var yfirsjón eins manns að kenna. Og það var eins og jólasveinninn gæti lesið í huga hennar, því að hann sagði: — Og þú varst full af gremju við alla, af því að einn maður dró þig á tálar. Hefðirðu ekki heldur átt að láta þér til hugar koma, að margir aðrir kynnu líka að hafa orðið fyrir vonbrigðum, og áttir þú þá ekki að vera góð við þá? Þú máttir þó bezt skilja, hvernig þeim hlaut að líða. En nú er dimmt í huga þínum, og þú situr í myrkri! Nú varð koldimmt í stofunni, því að eld- urinn kulnaði í arndnum og veran hvarf. Nú var eins og Dórótea sæi ofan í gínandi djúp og eitthvað vildi steypa henni ofan í það. Það fór um hana hrollur og þá vaknaði hún. Þetta var þá draumur. Eldur logaði á arninum eins og áður og allt var óbredtt í stofunni. Dórótea titraði öll af angist. Það var hvert orð satt, sem jólasveinn- inn hafði talað. Það var eins og hún stæði á barmi gínandi gjár. En tími var enn til stefnu. Hún hét sjálfri sér því á þeirri sömu stundu, að upp frá þessu skyldi hún lifa nýju lífi. En til þess hlaut hún að hugsa með miklum sárs- áuka og samvizkukvöl, að allir þeir löngu og sólarlausu dagar, sem hjarta hennar hafði lokað verið, mættu aldrei koma aftur. Einhver var að rjála við útidyrahurðina. Nú var það ekki draumur. Það var bardð létt að dyrum. Dórótea gekk fram og lauk upp. LJDSBERINN i:s«>

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.