Nýtt kirkjublað - 01.11.1913, Blaðsíða 6

Nýtt kirkjublað - 01.11.1913, Blaðsíða 6
246 NÝTT KIRKJUBLAÐ ist gefa mér svo duglega snupru mef, nefnilega það, að söfn- uðirnir mundu engan prest þurfa, ef þeir væru svo trúaðir og góðir, guðhræddir og bænræknir, að eigi héldust við hjá þeim poka og pela-prestar. Eg skal bara segja þér mína hugsun, þá: Söfnuðirnir mundu þá girnast æ framar og líka öðlast æ betri og full- komnari kennendur og fyrirmyndir, því þeir yrðu þá æ hæf- ari til að afla sér þeirra og æ maklegri þess að njóta þeirra, en brennivínsberserkirnir o. s. frv. færu sem sagt niður und- ir allar hellur, og sæjust eigi framar hjá slíkum söfnuðum. Það eitt enn um þetta mál, að þú áttir eigi að skilja mig svo sem eg vildi leggja þyngri dóm á söfnuðina en prest- ana fyrir hinn dauða kristindóm og hina mörgu illu háttu vor á meðai. Því fer fjarri. En eg vildi aðeins benda á það, sem eg ætla satt vera, að söfnuðirnir hafa hjá sjálfum sér, ef þeir vilja neyta og vita að beita, vopn og ráð til að eyða illum og græða góða presta, já vopn og ráð, þar sem er Guðs orð og bænin, Guðs ótti og ástundun helgunarinnar með mótstöðu og andstygð gegn öllu illu. Og segðu mig nú eigi þessu Ijúga, og eigi heldur hinu, sem eg er Iíka fulltrúa um, að við verðum aldrei svo góðir og fullkomnir, fyr en i öðrum heimi eða í fyrsta lagi á dög- um 1000 ára ríkisins, að við þurfum eigi að eiga og höfum gott af að eiga góða, guðhrædda og trúaða kennendur hinna eilífu sannindanna af himni. (1881). fjfkólinn og kirkjan. Nokkrar greinar til athugunar. A háskólunum er kent að fyrstu 11 kapítular 1. Mósebókar hafi ekkert sannsögulegt gildi. Sköpunar- syndafalls- og synda- flóðs-frásögurnar séu sagnir eða arfsögur. „Hvort Genesis- bókin sé saga eða sagnir, spyr nú enginn mentaður maður lengur um,“ segir hinn lærði prófessor Gunkel. En öfugt er kent í lægri skólunum. Þar er mannkynssagan látin byrja, og síðan er haldið áfram að skýra tilorðning heimsins og alla hans sögu. Með öðrnm orðum gerir kirkjan sig þar seka í

x

Nýtt kirkjublað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kirkjublað
https://timarit.is/publication/364

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.