Tímarit iðnaðarmanna - 01.12.1928, Blaðsíða 5

Tímarit iðnaðarmanna - 01.12.1928, Blaðsíða 5
T í M A R I T IÐNAÐARMANNA ur Guðmundsson frá Hvítanesi. Fluttist Gísli með þeim á unga aldri til Reykjavíkur. Var hann síðan um nokkurra ára skeið hjá ]óni útvegsbónda ]óns- syni í Melshúsum á Seltjarnarnesi. Gísli var starfsmaður mikill alla ævi og nam ungur gosdrykkjagerð. Varð það til þess, að árið 1905 stofnsetti hann hann ásamt tveim mönnum öðrum, gosdrykkjaverksmiðjuna »Sanitas«, eftir að hafa fullkomnað sig í iðn sinni í Svíþjóð. Fekk þá brátt notið sín hinn frábæri dugnaður hans og þrautsegja. Leið ekki á löngu áður en sá iðnaður hans útrýmdi að mun erlendum gosdrykkjum af íslenskum markaði, og var þó trúin á íslenskum iðnaði lítt vöknuð í hug landsmanna á þeim árum. Það sem mesta athygli vakti í sambandi við þenn- an atúinnurekstur var, að gosdryggirnir voru »ger- ilsneyddir*. Margir skildu það ekki þá, eða gerðu sjer grein fyrir, hvað það væri í raun rjettri. En Gísli skildi hverja þýðingu það hafði fyrir Reykja- vík, að þekking í þeim efnum yxi meðal almenn- ings. Þeir, sem þekkingu höfðu, og vissu hversu mörgu var hjer ábótavant, hvöttu Gísla mjög til þess að leggja stund á gerlafræði. Og það varð úr, að hann sigldi til Kaupmannahafnar og hóf nám í þessari vísindagrein hjá kunnasta sýklafræðingi Dana, prófessor Salomonsen. ]afnframt lagði hann mikla stund á tungumálanám. Var honum mjög sýnt um það eins og annað. Eftir nokkra dvöl í Kaupmannahöfn leitaði hann suður á bóginn, og hjelt áfram námi í Þýskalandi. Og eftir að hafa verið hjerlendis um hríð fór hann enn utan til Austurríkis og Frakklands. Að loknu námi erlendis hjelt hann heimleiðis. Bauðst honum þó allgóð staða erlendis, en hann hafnaði þeim frama pg settist að hjer heima, því að hann vildi helga Is- landi alla krafta sína. Og verkefnin hjer heima fyrir voru mikil og mörg. Vöktu rannsóknir Gísla þegar mikla athygli, sjerstaklega rannsóknir á skyri og mjólk, og síðar á saltkjöti og fiski. Hafa þessar rannsóknir hans komið að miklum notum og ýmist bætt framleiðsl- una eða kveðið niður gamla hleypidóma. Þegar gerladeild var stofnsett við efnarann- sóknarstofuna, var Gísli sjálfkjörinn til að taka hana að sjer. Við fráfail Ásgeirs heitins Torfasonar 1916, tók hann einnig að sjer forstöðu efnarann- sóknarstofunnar, og hafði það starf með höndum til ársins 1921. Vita víst fáir, nema nánustu vanda- menn og vinir, hversu mikið hann lagði á sig þau árin. Erlendis hafði hann unnið á fullkomnum rannsóknarstofum, og haft öll áhöld og tæki, sem hendinni þurfti til að rjetta, en hjer var alt á byrj- unarstigi, og varð hann því að afla sjer ýmissa nauðsynlegra tækja fyrir eigin reikning. Eignaðist hann á þann hátt vandað safn rannsóknartækja, sem hann notaði æ síðan. Gísli hafði mikinn hug á, að hér kæmist á fót sem fullkomnust framleiðsla í sem allra flestum greinum. Fyrsta tilraun hans hafði tekist mæta vel. Á mörgu var hægt að byrja, því að fátt hafði ver- ið reynt. Honum var ljóst, að fyrsta skilyrðið til þess, að íslenskur iðnaður gæti þrifrst, væri það, að varan væri jafngóð og sú erlenda, og þó helst betri. Merkilegt spor í þessa átt var stigið 1919, er smjörlíkisframleiðsla var hafin hjer á landi. Gísli hafði unnið að undirbúningi þess fyrirtækis með ]óni heitnum Kristjánssyni prófessor, og einn eftir að hans misti við. Fór sú framleiðsla vel af stað, og hefir blómgast ágætlega. Mun nú lítið flutt af erlendu smjörlíki til landsins. — Gísli heitinn vann að því, að enn fleiri vörutegundir væri framleiddar hjer, og lagði mikla stund á að vandað væri sem mest til alls. Hitt ljet hann sig síður skifta, hvort hann bæri sjálfur nokkuð úr býtum. Hann leit fyrst og fremst á hag allrar þjóðarinnar. Gísli gerlafræðingur var mikill gleðimaður í vina hóp, vinfastur og fastheldinn við alt sem gamalt er og gott. Hann var altaf reiðubúinn að liðsinna hverjum þeim, er til hans leitaði. Eignaðist hann því, sakir mannkosta sinna og drenglyndis marga vini, sem munu lengi minnast hans. — Þrátt fyrir það, þó að hann ynni mjög mikið, gaf hann sjer þó jafnan nokkurn tíma til lesturs. Fylgdist hann einkum mjög vel með í öllu því, er laut að fræði- grein hans. Hann unni íslenskri sagnfræði og var vel að sjer í fornsögum vorum. Hann ritaði og allmikið. Hafa, auk skýrslna um sjerstök rann- sóknaratriði, víða birst greinir eftir hann. Mjólkur fræði eftir hann kom út árin 1918 og 1921, all- stórt rit og vandað að efni. í fjelagslífi tók hann mikinn þátt, Meðan hann dvaldist í Melshúsum, var hann formaður Fram- farafélags Seltirninga og einnig eftir að hann var alfluttur til Reykjavíkur. Naut hann mikils trausts þar, og má m. a. marka það af því, að hann lið- lega tvítugur að aldri, var Ujörin í skólanefnd Sel- tjarnarneshrepps. Var þó um það skeið nóg reyndra manna til að skipa slík sæti. Átti hann mikinn þátt í því, að ráðist var í að reisa hið nýja skólahús þar. Gísli var söngvinn maður að eðlisfari og hafði yndi af hljóðfæraslætti. Aflaði hann sjer og nokk- urrar þekkingar á því sviði. Hjelt hann uppi söng- flokki í Framfarafjelaginu og var hvatamaður að 1 67 ]

x

Tímarit iðnaðarmanna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.