Tímarit iðnaðarmanna - 01.12.1928, Blaðsíða 14

Tímarit iðnaðarmanna - 01.12.1928, Blaðsíða 14
T í M A R I T IÐNAÐARMANNA íslensks heimilisiðnaSar selji smámuni útsagaða úr krossvið, munstrin kalkeruð beint úr »Familiu- sjúrnalnum danska*. Þetta hefir sögueyjan á boðstólum handa gestum sínum og bráðum veður farið að selja íslenska aska í þýskum »moderne«-stíl, sennilega 1930. Það er samt sem áður trúa mín að upp af hinni þjóðlegu rót muni á sínum tíma vaxa fagrar jurtir er breiði lim sitt yfir íslensku heimilin enn fegur og ríkulegar en nokkru sinni fyr, og þrátt fyrir alt er það von mín og trú, að þeir íslendingar verði fleiri sem æsktu þess frekar að hugsa sjer þjóð sína sem lítið stöðuvatn með sjerstöku umhverfi og sjerstakri fegurð, heldur en ósýnilegan dropa í hinu mikla heimshafi. Höfðaletur. Islendingar eru afkomendur Norðmanna að mestu leyti, en Höfðaletur einkum afkomandi gotnesks leturs. — í Árbók Fornleifafjelagsins árið 1900, hefur Brynjúlfur ]ónsson frá Minna-Núpi skrifað all-ítarlega grein um Höfðaletur, hann hefur það þar eftir Sigurði Guðmundssyn'i málara, að Höfða- letur sje myndað eftir gotnesku settletri, munka- letrinu svokallaða. Við athugun verður sjeð að þetta er rjett, því þó hinar furðulegustu tilbreyt- inga-myndir komi fram í Höfðaleturs úrskurði, þá sveigjast aðaldrættirnir jafnaðarlegast að gotnesku letri. Vmsar getgátur hefi jeg heyrt um nafnið Höfða- letur líklegust þykir mjer sú að það sje beinlínis þýðing á þýska orðinu Capitalsschrift sem sjerstök tegund af gotnesku Ietri, enda er^það mjög eðli- legt eftir því sem áður er sagt um uppruna Höfða- leturs. Að vísu er allmikið til af einskonar Höfða- letri, sem auðsjáanlega er myndað eftir latínuletri. Höfðaletur mun að mestu leyti vera myndað eftir eða runnið af gotnesku letri, en er fyrir löngu síðan komið í fast og stílhreint form, þannig að sjerstök leturgerð getur kallast. Það er ekki of mælt að Höfðaletur hefur bæði sögulegt og menn- ingarlegt gildi hjer á landi, því að um langan aldur hefur það verið einn aðal-þátturinn í skrautgerð íslendinga, sjerstaklega í trjeskurðarlist og einmitt sá þátturinn sem einna mest samræmir og sjer- kennir íslenska skrautlist frá gömlum tímum. Höfða- leturslínur eða raðir eru svo ásjálegar og prýði- legar, ef vel eru gerðir, að þeir uppdræddir eru fátíðir sem að öllu eru jafn smekklegir til skrauts eins og þær. Nú er það svo að Höfðaletur er mjög mismun- andi, og er því sannast sagt enginn hægðarleikur að vera svo vel heima í því, að maður sje viss um að geta lesið úr öllum tegundum þess. Til- breytnisþrá þeirra smiða og listamanna sem um það hafa fjallað mann fram af manni, hafa breytt því þannig í hendi, að sumir stafirnir eru gjörsam- lega óþekkjanlegir, samanbornir við önnur Höfða- leturs-stafrof. Til Höfðaleturs má einnig telja hið svonefnda bandaletur, er það óbreytt Höfðaletur að öðru en því, að einn eða fleiri strengir eru fljettaðir langs eftir hverri línu. Er það að sumu leyti gert til enn meira skrauts, en á þó óefað að nokkru leyti rót sína að rekja lil þeirrar sterku náttúru, sem Is- lendingar hafa löngum haft til þess að vefja hugs- anir sínar, orð og gerðir í illráðanlegan dularbún- ing, samanber allskonar rímþrautir, gátur og dul- rúnir, sem Islendingar hafa iðkað mann fram af manni. Berið skrauthnútaflækjur og bandaletrin á Þjóðmenjasafninu saman við sljettubönd, hring- hendur og aðra dýra bragarhætti, þá sjáið þjer skyldleikann. Sú einasta leturgerð sem talist getur al-íslensk, er hið svonefnda Höfðaletur, og er það ekki með öllu vansalaust að íslendingar skuli ekki vera læsir á þetta einasta Ietur sitt. Brynjúlfur ]ónsson sagn- fræðingur frá Minna-Núpi ljet prenta Höfðaletur í áðurnefndri árbók, en það virðist lítinn árangur hafa borið, því að ennþá eru þeir nauðafáir sem kunna að stafa, hvað þá lesa það. Samt sem áður er Höfðaletur svo merkilegur þáttur í menningarsögu íslands, að mörg ómerki- legri fræði eru kend í skólum vorum. Það ætti því beinlínis að vera skyldunámsgrein í skólum landsins að læra að lesa a. m. k. hin algengustu Höfðaletursstafrof, en þau eru margskonar og að mestu órannsökuð og ósamræmd. ]eg hef einmitt nýlega fengið fult Höfðaleturs- stafrof af Vestfjörðum, sem að mestu leyti er myndað eftir latínuletri. Brynjúlfur Jónsson hefur einnig tekið eftir þessu sama, n. 1. að hið venju- lega Höfðaletur væri oft mikið blandað latínustafa- gerfingum, því hann segist vera kominn að þeirri niðurstöðu að það þyrfti að finna út heildarstafrof yfir latínukynjaða Höfðaletrið, og er það nú að mestu fengið með þessu vestfirska stafrofi. Brynjúlfur Jónsson lítur þó svo á að latínu- kynjaða lelrið tilheyri ekki beinlítis því upprunalega Höfðaletri, heldur sjeu þær myndir síðar komnar inn í það, af vankunnáttu á reglulegu Höfðaletri, og er það sennilegt. Sama má segja um þær ýmislegu myndir flestra stafanna í Höfðaletri, að þær eru vitanlega meira eða minna til orðnar af I 76 ]

x

Tímarit iðnaðarmanna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.