Tímarit iðnaðarmanna - 01.12.1928, Blaðsíða 16

Tímarit iðnaðarmanna - 01.12.1928, Blaðsíða 16
T í M A R I T IÐNAÐARMANNA góðu haldi. Leið ekki á löngu að þessir menn komu auga á það, að hjer þyrfti að koma á fót kenslustofnun í vjelfræði eftir erlendum fyrirmynd- um, og jafnframt setja lög um atvinnu við vjel- gæslu. Er þess að gæta að aðstaðan var hjer nokkuð önnur og erfiðari en erlendis. Þegar vjela- notkun hófst þar alment í skipum fyrir 50—60 árum, voru vjelarnar grófgerðar og einfaldar, ketil- þrýstingur lár og ganghraði lítill. Vjelarnar voru því ekki eins viðkvæmar fyrir mistökum eins og nú. Þar fylgdist að framför í smíði og æfing í gæslu. Hjer var um að ræða vjelar af nýjustu gerð, er þurftu nákvæmt eftirlit kunnáttumanna, til þess að gefa þann árangur, sem til var ætlast. Stofnun fjelagsins. Eins og vænta mátti, voru það fyrst og fremst vjelstiórarnir sem komu auga á það, að sjerþekking var nauðsynleg við þessa nýju atvinnugrein, ef vel átti að fara; enda var það viðurkent erlendis, þar sem reynsla var fengin. Þeir komu sjer því saman um að mynda fjelag til þess að vinna að því að fá löggjafarvaldið til þess að setja reglur um störf þessi. Þann 20. febrúar 1909 var vjelstjórafjelagið stofnað. Fyrst nefnt »Gufuvjelagæslumannafjelag Reykjavíkur*, síðar breyttí »VjelstjórafjeIag íslands*. Voru stofnendur aðeins 8, sem hjer eru taldir: Sigurjón Kristjánsson, Sigurbjarni Guðnason, Olafur jónsson, Jón Steinason, Magnús Daðason, Sigurður Árnason, Eyjólfur Björnsson og Jakob Bjarnason. í fyrstu stjórn voru kosnir þessir: Sigurjón Krist- jánsson form., Sigurbjarni Guðnason ritari og Olafur Jónsson fjehirðir. Stefnu fjelagsins er best lýst með neðanskráðum greinum fjelagslaganna, sem haldist hafa að mestu óbreyttar frá byrjun. »2. gr. Tilgangur fjelagsins er að auka fjelagslíf meðal vjelstjóra, sem í fjelagið ganga, efla hag þeirra, sbr. lög um styrktarsjóð fjelagsins, og á annan hátt, sem fjelagið sjer sjer fært. Ennfremur að auka þekkingu þeirra á starfinu og sjá um eftir mætti, að þeim sje ekki órjettur ger í því sem að vjelgæslu lýtur. 3. gr. Fjelagið skal stuðla að því, að eigi verði lögum um vjelgæslu á íslenskum gufuskipum breytt, án tilhlutunar þess. 4. gr. Fjelagið skal stuðla að því eftir mætti að ekki sje á nokkru íslensku skipi eða við aflstöðvar í landi vjelalið, sem eigi hefur full rjettindi þar til samkvæmt gildandi lögum. Fjelagið lætur sig þó engu skifta hin eiginlegu stjórnmál landsins, og má eigi gera neinar þær ráðstafanir, er fyrirsjáan- lega geti orsakað, að því verði skipað í stjórn- flokk eða sakað um flokksfylgi*. I-öggjöf og kenslustofnun fyrir íslenska vjelstjóra. Fyrsta og aðalmál fjelagsins um tveggja ára skeið var það, að fá lögteknar reglur um atvinnu við vjelgæslu á íslenskum skipum. Og jafnframt kenslustofnun í vjelfræði. Voru lögin um atvinnu við vjelgæslu á íslenskum skipum samþ. á Alþingi árið 1911 og (hlutu staðfestingu) 11. 1911. Og vjelfræðideild við Stýrimannaskólann í Reykjavík hóf starf sitt haustið 1911. — Var nú mikið unnið, því með lögum þessum var vjelstjóraefnum gert að skyldu að inna af hendi 3ja ára nám í vjelsmiðju auk 7 mánaða skólanáms í vjelfræði. Ennfremur þurftu þeir að vinna á skipum sem kyndarar og undirvjelstjórar fil þess að öðlast full rjettindi til vjelstjórnar. Þeir sem gera sjer Ijóst, hve mikilvægt atriði það er á vjelknúnu skipi af nútímagerð, að vjelun- um sje vel við haldið, og samviskusamlega gætt, verða að viðurkenna, að á vjelstjórunum hvílir ekki óverulegur hluti af ábyrgðinni á því, að skipinu farnist vel. Gagnsemi þess málefnis, sem vjelstjór- arnir hjer beittu sjer fyrir, lág því í augum uppi. Því naumast mun önnur leið heppilegri til þess að auka rækt manns við starf sitt, en rjettur skiln- ingur á gagnsemi þess. Var það og von þeirra, að skólagangan og dálítil almenn meníun, sem henni fylgir, mundi gera sitt til að setja þá skör hærra í mannfjelaginu en almenningsálitið þá benti til. Að vísu áttu ýmsir góðir menn hjer hlut að máli aðrir en vjelstjórar, en hið nýmyndaða Vjel- stjórafjelag hafði forgöngu í málinu, og vann að því eftir föngum þar til yfir lauk. Eigi leið þó á löngu að menn yrðu óánægðir með það sem fengið var. Þótti einkum vjelfræði- kenslan of lítil og skólinn illa settur sem deild við Stýrimannaskólann. Áttu nokkrir nemendur vjel- fræðideildarinnar, sem þá höfðu gengið í fjelagið, frumkvæði að því á fundi 25. nóv. 1913, að. fá skólann aukinn. Fjekk það góðar undirtektir í fje- laginu. Var nú farið á stúfana að nýju, og ýms járn sett í eldinn. Og það sem takmark, að fá stofnað- an sjálfstæðan Vjelstjóraskóla i Reykjavík. Skipaflotinn hafði nú aukist svo mjög, að vjel- gæslulögin frá 1911 þóttu ónóg orðin. Voru þau [ 78 ]

x

Tímarit iðnaðarmanna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.