Tímarit iðnaðarmanna - 01.12.1928, Blaðsíða 15

Tímarit iðnaðarmanna - 01.12.1928, Blaðsíða 15
T í M A R I T IÐNAÐARMANNA því að útskurðarmennina vantaði fullkomnara stafrof að fara eftir. Höfðaleturs-stafrof hafa vitanlega óvíða verið til, heldur hafa skurðmennirnir náð í hluti með útskornu nafni eða versi, þar sem allir stafirnir voru alls ekki fyrir hendi, hafa þeir svo skapað í eyðurnar, hver eftir sínu höfði, enda eru tilbreytingarnar af sumum Höfðaletursstöfum alveg furðulega margar. Þannig hefur það orðið svo að hver leturskurðarmaður hafði sína skurð- hönd, eins og hver skrifari hefur sína rithönd. Þó að Höfðaletur sje þannig runnið af erlendum leturgerðum, þá er það engu að síður íslensk leturgerð, í þeirri mynd eða myndum sem það er, alveg eins og maður sem er fæddur og uppalinn á Islandi telst íslendingur þó af erlendu foreldri sje. Höfðaletur er þvf ekki einungis íslenskt letur heldur er það mjer vitanlega einasta íslensk letur- gerð sem til er. Því frekar er það tilfinnanlega óþjóðlegt og ilt til afspurnar að aðeins sárfáir menn á landinu skuli kunna að lesa þetta letur. Þetta er þó nokkurt vorkunnarmál þar sem stafagerðirnar eru svo sundurleitar sem að framan er sagt. Nú ætti þó að rætast nokkuð úr þessu, þar sem Tímarit Iðnaðarmanna ætlar að flytja ákveðin stafrof og þar að auk nokkur auka-afbrigði Höfðaleturs. Jeg hefi þegar rannsakað og teiknað upp nokk- uð af Höfðaletri og af sumum stöfunum hefi jeg fundið mismunandi gerðir sem skifta nokkrum tug- um. Við en frekari rannsókn vona jeg að geta getið nokkru ítarlegar um þetta merkilega letur. Iðnaðarmannafjelag í Hafnarfirði. Hinn 11. nóv. s.I. var stofnað »Iðnaðarmanna- fjelagið í Hafnarfirði*. Tilgangur fjelagsins er, samkv. 2. gr. fjelagslaganna, að efla mentun og menningu iðnaðarmanna, halda uppi kvöldskóla fyrir iðnnema, vernda hagsmuni iðnaðarmanna á allan hátt og auka samvinnu og fjelagslyndi meðal iðnaðarmanna. Lög fjelagsins, sem samþykt voru á þessum fundi, eru annars í öllum aðalatriðum snið- in eftir lögum Iðnaðarmannafjelagsins í Reykjavík, með þeim smábreytingum er þurfa þótti vegna staðhátta. 24 iðnaðarmenn, er mættir voru á fundinum gerðust allir fjelagar. í stjórn fjelagsins voru kosnir: Emil Jónsson, verkfræðingur, formajður, Davíð Kristjánsson, bæjarfulltrúi, ritari og Ásgeir Stef- ánsson, byggingameistari, gjaldkeri. Kvöldskólinn er þegar stofnaður og starfar í vetur í tveim deildum, nemendur eru 21. E. J. Vjelstjórafjelag íslands. Eftir Hallgrím Jónsson vjelstjóra, með formála eftir Gísla Guðmundsson. Áform Iðnaðarmannafjelagsins hefur verið að safna sögu iðnaðarmannafjelaganna um land alt og byrja svo á að safna sögu sjer-iðngreinanna. Ef ötullega er að þessu unnið, má að líkindum safna iðnaðarsögu þjóðarinnar síðustu mannsaldranna, eða frá því tímabili, sem framkvæmdir fóru að færast í aukana. Vjelstjórafjelag Islendinga er ein grein á iðnaðarstofni vorum, og hefur komið þjóð- inni að ómetanlegu gagni. Jeg hef því margítrekað það við Hallgrím Jónsson, sem nú er formaður Vjelstjórafjelagsins, að senda Tímariti Iðnaðarmanna drög til sögu fjelagsins, og vonandi er, að í kjöl- farið komi bráðlega saga fleiri sjer-greina. Það væri iðnaðar- og iðjustjettinni mikill sómi, að geta á þúsund ára afmæli Alþingis, skírt frá sögu iðju og iðnaðar frá landnámstíð. Vel gæti þetta tekist, ef vjer fengjum ötulan sagnfræðing, því ótrúlega mikið má tína til úr fornritum vorum. Vrði þetta að líkindum betra tiltæki en iðnaðarsýning, sem þegar er döguð uppi. Gísli Guðmundsson. Tildrög til stofnunar. Þegar vjelanotkun hófst hjer í fiskiskipunum nokkru eftir aldamótin síðustu, kom það brátt í Ijós, að gæsla vjelanna, jafnvel í smábátum, reynd- ist svo vandasamt og tímafrekt starf, að telja mátti að vjelin þyrfti manninn með sjer. Þetta varð ýmsum bátseigendum all-mikil vonbrigði. Álitið var þá alment, að vjelgæsla væri mjög auðvelt starf, sem einn og sjerhver gæti af hendi leyst án sjer- staks undirbúnings. Það var all-fjærri hugsun manna hier á þeim tímum, að sjerþekking og t. d. handlægni og hreinlæti, væri svo veigamikið atriði við vjelanotkun, að það eitt gæti riðið baggamun- inn úm nytsemi þeirra. Mætti nefna mörg dæmi þessu til sönnunar. Þeir sem fengu það hlutskifti að gæta vjelanna, fundu þó brátt hvað með þurfti og komust á aðra skoðun. Þegar íslensku botnvörpuskipin komu til sög- unnar, og vjelaöld hófst hjer fyrir alvöru eftir 1906, gerði vöntun á æfðum íslenskum vjelgæslu- mönnum þegar vart við sig. Nokkrir upphafsmenn þeirra fyrirtækja höfðu áður kynst erlendum regl- um á þessu sviði. Fáeinir íslenskir vjelstjórar höfðu og fengið æfingu við vjelgæslu á erlendum skipum, eða með erlendum mönnum; kom það þeim nú að l 77 ]

x

Tímarit iðnaðarmanna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.