Tímarit iðnaðarmanna - 01.12.1928, Blaðsíða 11

Tímarit iðnaðarmanna - 01.12.1928, Blaðsíða 11
TÍMARIT IÐNAÐARMANNA 3. og 4. mynd. Efri myndin er MahognísUrín meö fílabeinsmynd ofan á lokinu eru þaö tveir kiölingar sem stangast um vatnsbunu. á hliöun- um skógarvættir (Kentárar) sem eru aö reyna sig í krók, cg á hornum skrínsins eru einnig kynjavætlir sem fljetta saman hölum sínum á hlióum og göflum. Skríniö er eign dansks aöalsmanns. Neðri myndin er askur, úr ísl. birki. Eyru asksins eru prýdd meö rostungshausum og rostungur veður einnig upp úr lokinu, á hliðum og loki asksins, eru skrautvafningar stílaðir eftir frostrósum, báða þessa muni hefir Ríkarður Jónsson teiknað og skorið. Eigandi asksins er þjóð- verji sá er setti upp fríkyrkjuorgelið nýja í Reykjavík. 5. mynd er íþrótfabikar geröur úr ísl. birki. Efst á lokinu er brjóst- mynd af > Iöunni< vex myndin upp úr blómknappi, en á hliðar hans eru skornar myndir af ungum meyjum í íþróttastellingum, bikarinn er teikn- aður og skorinn af Ríkarði Jónssyni. Eigandi bikarsins er Niels Ðuck, íþróttafrömuöurinn danski. hefur flestar skraut-hugsanir íslendinga, aðrar en þær sem skráðar voru á skinn, alt fram áþennan dag. Á sílkum stundum voru íslensku heimilin róleg- ustu og hugnanlegustu skemtistaðir veraldarinnar. Heimilisiðjan samfara fróðleik, skáldskap og hagleiksgrúski var líf og yndi fólksins, alt utanað- komandi ónæði var nærri óhugsandi. Trölladansinn á þekjunni varð að samfeldum klið, sem veitti jafnvel ennþá dýpri og innilegri frið og ró en lognið sjálft. Auk heldur skjáir og gluggar voru rammlega byrgðir af hrími og frostrósum. Það er engin tilviljun að íslensku þjóðinni hefur verið líkt við skrifandi munk; skáldrænt og grufl- kent gáfnafar Islendinga, samfara einangrun og ró, hafa eflt og magnað lunderni og gáfur til skáld- skapar í skurðlist og á skinnhandritum. Skurðlistin er sú þjóðarment íslendinga sem líkust er skáldskap þeirra að öllu, hvorttveggja hefur verið landlægt og ættgengt mann fram af manni, alt frá landnámstíð, og á þrengingatímum þjóðarinnar voru skáldin svelt í hel, en dýrgripirnir ýmist brendir eða seldir fyrir fánýti, en rúmfjalirnar útskornar með sálmum Hallgríms Pjeturssonar voru hafðar í flórstokka. í þann tíð voru skrautlegir flórar á landi þvísa. Að þessu leyti og flestu öðru á trjeskurður og I 73 j

x

Tímarit iðnaðarmanna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.